Útboð vegna rannsóknarskips undirritað

Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar …
Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar við undirritun samningsins. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Undirritaður var í gær samningur milli Hafrannsóknarstofnun og Ríkiskaupa um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip, að því er segir á vef Hafrannsóknarstofnunar. Mun smíði skipsins fara fram á árunum 2020 til 2021. Kostnaður við smíðin munu vera um 3,2 milljarðar króna.

Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Lengi hefur verið rætt um að skipið, Bjarni Sæmundsson ER 030, sem Hafrannsóknarstofnun hefur haft til umráða sé komið mjög til ára sinna. Það skip var smíðað árið 1970.

mbl.is