Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem svitnar mjög mikið.
Góðan dag.
Ég hef þjáðst af mikilli svitamyndun síðan á kynþroskaaldri en komst að því nýlega að þetta gæti verið sjúkdómur (er 35 ára í dag). Er til einhver meðferð til að minnka svitamyndun?
Kær kveðja, H
Sæl H.
Já mikið rétt, svitaframleiðsla getur verið svo mikil að hún er flokkuð sem sjúkdómur og kallast þá hyperhidrosis. En hvernig veit maður hvort svitamyndunin sé eðlileg eða ekki? Allir svitna að einhverju leyti og eðlilegt er t.d. að svitna við áreynslu, í heitu veðri og þegar við erum stressuð. Hins vegar svitnar fólk sem er með hyperhidrosis einnig mikið við aðrar kringumstæður t.d. bara við að horfa á sjónvarpið eða vinna við tölvu. Þessi óeðlilega svitamyndun getur haft mikil áhrif á líf fólks og jafnvel farið að hamla félagslífi og valda kvíða.
Of mikil svitamyndun er í flestum tilvikum tengd erfðum en mikilvægt er að útiloka undirliggjandi heilsufarsvandamál eins og ofvirkni á skjaldkirtli eða aukaverkanir lyfja. Ég ráðlegg þér þess vegna að leita til heimilislæknis áður en svitavandamálið er meðhöndlað en húðsjúkdómalæknar sinna svo almennt svitavandamálum.
Nokkrar meðferðir eru í boði fyrir fólk sem svitnar í óhófi:
Vonandi hjálpar þetta þér!
Bestu kveðjur,
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR.