Líklega ekki að rétta úr kútnum

Lítið hefur veiðst af humar.
Lítið hefur veiðst af humar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tals­vert þurfti að hafa fyr­ir humar­veiðum í sum­ar þó að afla­heim­ild­ir hafi verið í sögu­legu lág­marki og gefa rann­sókn­ir ekki fyr­ir­heit um bjart­sýni um að humarstofn­inn við landið sé að rétta úr kútn­um.

Jón­as Páll Jónas­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að niður­stöður rann­sókna og aflaráðgjöf fyr­ir næsta ár verði vænt­an­lega kynnt­ar fyr­ir ára­mót. Unnið sé að úr­vinnslu gagna frá sumr­inu.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að nýliðun­ar­brest­ur var frá 2005 til 2014. Eng­ar vís­bend­ing­ar hafi komið fram um breyt­ing­ar, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um humar­veiðarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: