Alfa partý hjá Apparat

Þeir Úlfur Eldjárn, Hörður Bragason, Arnar Geir Ómarsson og Sighvatur …
Þeir Úlfur Eldjárn, Hörður Bragason, Arnar Geir Ómarsson og Sighvatur Ómar Kristinsson manna Apparat Orgelkvartett. Ljósmynd/Aðsend

Það telst til tíðinda þegar Org­el­kvart­ett­inn Apparat læt­ur að sér kveða en í dag gef­ur sveit­in út lagið Alfa Partý í til­efni af 20 ára af­mæli sveit­ar­inn­ar. Fyrstu tón­leik­ar hljóm­sveit­ar­inn­ar fóru ein­mitt fram hinn 9. sept­em­ber 1999 í Tjarn­ar­bíói. 

Sveit­in goðsagna­kennda hef­ur gefið út tvær plöt­ur en sú síðari, Pólý­fón­ía, kom út fyr­ir níu árum. Lag­inu er lýst sem „lauflétt­um sam­kvæm­iss­melli“ og fylg­ir hon­um nýtt dans­spor sem kvart­ett­inn hef­ur verið að þróa. Dans­inn verður kynnt­ur tón­leika­gest­um í Dan­mörku á tón­leik­um í Kaup­manna­höfn um næstu helgi, 13. sept­em­ber, á tón­leik­astðanum Alice og 14. sept­em­ber í Pum­pehuset en það er danska út­gáf­an Crunc­hy Frog sem gef­ur út.

Stefn­an er svo sett á að halda tón­leika fyr­ir ís­lenska tón­list­ar­unn­end­ur og gleðja þá með org­ell­eik og dansi á næst­unni.

mbl.is ósk­ar Apparat­inu til ham­ingju með af­mælið.

mbl.is