Kynjahlutfall aldrei jafnara í framkvæmdastjórn ESB

Ursula von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins …
Ursula von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 1. nóvember. AFP

Ursula von der Leyen, sem tek­ur von bráðar við embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur í sam­ráði við aðild­ar­ríki ESB út­nefnt 27 fram­kvæmda­stjóra sem taka sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni, einni helstu stofn­un ESB. 

13 kon­ur og 14 karl­ar eru á list­an­um og bíða þeirra ærin verk­efni, svo sem að tak­ast á við út­göngu Breta úr sam­band­inu og bar­átt­una gegn lofts­lags­vá. Bret­ar eiga ekki sinn full­trúa í fram­kvæmda­stjórn­inni, en fyr­ir­huguð út­ganga þeirra úr sam­band­inu er 31. októ­ber. 

Ef Evr­ópuþingið samþykk­ir ný­skipaða fram­kvæmda­stjórn verður hún með jafn­asta kynja­hlut­fall í sögu sam­bands­ins. Der Leyen hef­ur gegnt embætti varn­ar­málaráðherra Þýska­lands frá ár­inu 2013 en læt­ur nú af störf­um til að taka við fram­kvæmd­ar­vald­inu í Evr­ópu­sam­band­inu úr hönd­um Lúx­em­borg­ar­ans Jean-Clau­des Junckers, en kjör­tíma­bil hans renn­ur út 1. októ­ber. Der Leyen tek­ur form­lega við 1. nóv­em­ber. 

Til­nefn­ing der Leyen kom á óvart en hún var samt sem áður áber­andi í umræðunni og hét hún því að kon­ur og karl­ar myndu skipa æðstu embætti til jafns í valdatíð henn­ar en Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur gjarn­an verið legið á hálsi fyr­ir það hve fáar kon­ur halda þar um valdataum­ana. Til marks um það má nefna að der Leyen verður fyrsta kon­an til að gegna öðru tveggja valda­mestu embætta sam­bands­ins, en þau eru for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar og for­seti leiðtogaráðs.  

Der Leyen ber ábyrgð á því að út­hluta embætt­um til fram­kvæmda­stjór­anna eft­ir mál­efna­sviðum og get­ur fært þá til eða gert þá kröfu að þeir segi af sér. For­set­inn ákveður stefnu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar og hef­ur úr­slita­at­kvæði falli at­kvæði jöfn þegar laga­frum­vörp eru samþykkt á viku­leg­um fund­um fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Fram­kvæmda­stjór­arn­ir eru skipaðir til fimm ára. 

BBC hef­ur tekið sam­an lyk­il­g­erend­ur í nýju fram­kvæmda­stjórn­inni, en þar má meðal ann­ars finna Phil Hog­an fyrr­ver­andi ráðherra í írsku rík­is­stjórn­inni og gríska þing­mann­inn Marga­rit­is Schinas sem hef­ur átt sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni frá 2014, en de Leyen treyst­ir á þá í Brex­it-mál­um. 

Þá má bú­ast við að Frans Timmerm­ans, leiðtogi jafnaðarmanna á Evr­ópuþing­inu, sem marg­ir bjugg­ust við að yrði næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, verði áber­andi í lofts­lags­mál­um. 

Mar­gret­he Vesta­ger, sem hef­ur farið með sam­keppn­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, er til­nefnd sem vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, og mun hún að auki hafa um­sjón með fagráðuneyti sem fjall­ar um sta­f­ræn mál. 

Margrethe Vestager, sem hefur farið með sam­keppn­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, …
Mar­gret­he Vesta­ger, sem hef­ur farið með sam­keppn­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, er til­nefnd sem vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. AFP

Aðrir fram­kvæmda­stjór­ar eru: 

Johann­es Hahn, Aust­ur­ríki

Didier Reynd­ers, Belg­íu

Mariya Gabriel, Búlgaríu

Dubra­vka Suica, Króa­tíu

Stella Kyriaki­des, Kýp­ur 

Vera Jourova, Tékklandi 

Kadri Sim­son, Eistlandi 

Jutta Urpilain­en, Finn­landi

Sylvie Goul­ard, Frakklandi

Laszlo Trocs­anyi, Ung­verjalandi

Paolo Gentiloni, Ítal­íu

Vald­is Dom­brovskis, Lett­landi

Virg­inijus Sin­kevicius, Lit­há­en 

Nicolas Schmit, Lúx­em­borg 

Helena Dalli, Möltu 

Jan­usz Wojciechowski, Póllandi

Elisa Fer­reira, Portúgal 

Rov­ana Plumb, Rúm­en­íu

Mar­os Sefcovic, Slóvakíu

Janez Len­arcic, Slóven­íu

Josep Bor­rell, Spáni

Ylva Johans­son, Svíþjóð

mbl.is