„Við erum mikið neyslusamfélag“

Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðisins.
Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í upp­hafi þessa árs gerði Ruth Ein­ars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Góða hirðis­ins, breyt­ing­ar á rekstr­in­um sem varð til þess að end­ur­sölu­hlut­fallið jókst um 17% frá ára­mót­um til ág­úst­mánaðar. Það er nú komið í 40% og stefnt er að því að ná 50%. Ruth hef­ur starfað sem rekstr­ar­stjóri í ár en hef­ur verið í versl­un­ar­rekstri í ára­tugi, lengst af í fata­geir­an­um. 

Góði hirðir­inn er nytja­markaður Sorpu og mark­miðið er að koma hlut­um í end­ur­not og gefa ágóðann til styrkt­ar- og líkn­ar­fé­laga sem er gert einu sinni á ári. 

„Þetta er viðamik­ill rekst­ur,“ seg­ir hún. Dag­lega koma 10-12 tonn af vör­um í 3-4 gám­um. Starfs­menn Góða hirðis­ins, sem eru 24 tals­ins, vinna hörðum hönd­um að því að koma hlut­un­um fyr­ir, flokka og verðleggja fyr­ir há­degi áður en búðin er opnuð kl. 12 og lokað kl. 18. Dag­lega mynd­ast röð viðskipta­vina klukk­an hálftólf fyr­ir utan búðina. 

Ýmsar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á rekstr­in­um und­an­farið, helst ber að nefna að ekki er leng­ur tekið við stór­um raf­magns­tækj­um eins og þvotta­vél­um og ís­skáp­um. „Reynsl­an er sú að þetta tók mikið pláss, í stóru hlut­falli voru tæk­in biluð og þetta seld­ist varla. Þetta er vara sem við seld­um ódýrt á 4-5 þúsund krón­ur en fólk þurfti oft að leigja sér flutn­inga­bíl und­ir vör­una. Þá er hart að borga flutn­ing und­ir það sem er dýr­ara en var­an. Það var al­veg sama hvað við lækkuðum verðið, þetta sat eft­ir,“ seg­ir Ruth.  

Önnur breyt­ing sem var gerð er að plássið var end­ur­skipu­lagt og bet­ur nýtt und­ir vör­urn­ar, þ.e.a.s. gerðar voru breyt­ing­ar í fram­setn­ingu í búðinni. Auk þess hef­ur verið reynt að auka gæði var­anna sem boðnar eru til sölu. 

Sófarnir í Góða hirðinum eru af ýmsum stærðum og gerðum.
Sóf­arn­ir í Góða hirðinum eru af ýms­um stærðum og gerðum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tals­verður kostnaður fylg­ir versl­un­inni þó að ekki sé greitt fyr­ir inni­hald nytjagáma Sorpu. Ruth bend­ir á að mik­ill kostnaður sé fólg­inn í flutn­ing­un­um með gám­um í Góða hirðinn. „Við greiðum fyr­ir leigu á gámun­um og flutn­ing á þeim hingað, það er hár kostnaður. Það þarf líka að greiða starfs­fólki laun, greiða húsa­leigu og rekstr­ar­kostnað af hús­inu. Við höf­um verið mjög gagn­rýn­in á all­an þenn­an kostnað og rýnt hann. Við höf­um verið að reyna að beisla hann,“ seg­ir hún. Það hef­ur gengið vel og er búið að ná hon­um að stór­um hluta niður. 

Í fyrra varð lít­ils­hátt­ar tap á rekstr­in­um. Þrátt fyr­ir það voru gefn­ar níu millj­ón­ir til góðgerðar­mála sem var fjár­magnað úr tak­mörkuðum vara­sjóði. „Okk­ar mark­mið í ár er að geta staðið und­ir okk­ar styrk­veit­ing­um sjálf og bæt um bet­ur frá því í fyrra. Það lít­ur vel út,“ seg­ir hún. 

Meðal­verð seldra hluta er 470 krón­ur 

Verðlagið í Góða hirðinum hef­ur verið gagn­rýnt og bent á að notaðir hlut­ir úr IKEA hafi verið dýr­ari en nýir úr búðinni. „Við ger­um okk­ar besta þegar kem­ur að verðlagn­ingu. Við höf­um fengið ábend­ing­ar og þá höf­um við kynnt okk­ur málið og brugðist við því. Eng­ar rót­tæk­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á verðlagn­ing­unni. Meðal­verð á sófa er 3.500 krón­ur, meðal­verð á smá­vöru 250-300 krón­ur, bæk­ur kosta frá 100 til 200 krón­um. Við erum með sam­bæri­legt verð og aðrir nytja­markaðir,“ seg­ir Ruth. Meðaltals­verð seldra hluta í Góða hirðinum er 470 kr. Í versl­un­ina koma ein­stak­ir hlut­ir sem eru með sögu­legt gildi og orðnir safn­grip­ir og því er eðli­legt að þeir séu dýr­ari

Þessi gagn­rýni að við séum að vísa frá okk­ur hlut­um er flók­in. Við fáum oft inn til okk­ar hluti sem eru orðnir gaml­ir og lé­leg­ir, hluti sem fólk keypti fyr­ir hrun. Síðustu ár hef­ur fólk haft meiri tök á að end­ur­nýja hjá sér því það hef­ur meiri kaup­mátt. Þá erum við að fá til okk­ar 10 til 15 ára gamla hluti sem eru marg­ir hverj­ir orðnir slitn­ir. Við erum líka með viðskipta­vini sem eru kröfu­h­arðir. Þeir vilja ekki slitna, rifna og brotna hluti, sama á hvaða verði þeir eru,“ seg­ir hún. Að því sögðu er mælst til þess að fólk setji heil­lega hluti inn í gám­ana og búi vel um þá eins og glervöru og annað brot­hætt svo það lask­ist ekki á leiðinni. 

Smávörurnar eru ótal margar og ýmsar gersemar gætu leynst þarna.
Smá­vör­urn­ar eru ótal marg­ar og ýms­ar ger­sem­ar gætu leynst þarna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við reiðum okk­ur á viðskipta­vini sem setja í gám­ana. Við náum aldrei að hand­stýra öllu sem fer í þá. Maður veit aldrei hvað kem­ur í gámun­um. Stund­um koma gám­ar með 12 borðum í einu eða jafn­vel er þriðjung­ur þeirra bæk­ur,“ seg­ir hún. Hún seg­ir dæmi um að ef mikið hleðst upp í versl­un­inni í sama vöru­flokki sé brugðið á það ráð að setja vör­urn­ar á til­boð í nokkra daga svo þess­ir hlut­ir fari ekki í förg­un. Starfs­menn EVST leiðbeina fólki við nytjagám­ana. Það eru jú alltaf ákveðnar vör­ur sem ekki selj­ast í Góða hirðinum. Einnig eru starfs­menn frá okk­ur út á end­ur­vinnslu­stöðunum um helg­ar.

Raf­tæki ódýr og þeim skipt út

Á ári selj­ast yfir 100 þúsund bæk­ur. „Núna eru öll heim­ili að losa sig við bæk­ur því þetta er komið mikið á ra­f­rænt form. Eðli­lega get­um við ekki tekið við öllu en klár­lega vilj­um við halda bók­inni lif­andi,“ seg­ir hún. 

Gríðarlegt magn af raf­tækj­um öðrum en hvít­vöru (ís­skáp­ar, elda­vél­ar, frysti­kist­ur, uppþvotta­vél­ar, þvotta­vél­ar, þurrk­ar­ar) kem­ur inn í Góða hirðinn. Stór hluti þeirra er send­ur til Fjölsmiðjunn­ar sem fær send­ingu einu sinni í viku þar sem starfs­menn fara yfir þá eins og kost­ur er.

„Fólk er mikið að skipta út hjá sér raf­tækj­um. Við reyn­um að yf­ir­fara þau eins og við get­um en oft er hvorki tími né mann­skap­ur í það. Við höf­um lækkað verð á raf­tækj­um því við tök­um ekki ábyrgð á hlut­um sem til okk­ar ber­ast. Það er eng­in leið fyr­ir okk­ur að taka ábyrgð á vöru því við þekkj­um ekki upp­run­ann né sögu þeirra,“ seg­ir hún. Hún bend­ir á að raf­tæki séu orðin ódýr í dag og því freist­ar fólk þess að skipta þeim út. 

„Þurfum alltaf að eiga það nýj­asta“ 

„Ég hef verið í versl­un­ar­geir­an­um í mörg ár. Við erum mikið neyslu­sam­fé­lag. Við þurf­um alltaf að eiga það nýj­asta. Síðastliðin tvö ár hef­ur verið auk­inn kaup­mátt­ur og mik­il end­ur­nýj­un á heim­il­un­um. Það er mikið um flutn­inga því fast­eigna­geir­inn hef­ur verið í mik­illi veltu. Í flutn­ing­um los­ar fólk sig við heil­lega hluti og grisj­ar. Þetta hjálp­ast allt að. Við þurf­um líka að horfa inn á við og spyrja hvers vegna við erum að losa okk­ur við heil­lega hluti. Við ætt­um að nota og nýta hlut­ina okk­ar bet­ur eða kaupa notað. Það þarf ekki allt að vera nýtt,“ seg­ir hún.  

Daglega koma um 10 - 12 tonn af vörum í …
Dag­lega koma um 10 - 12 tonn af vör­um í Góða hirðinn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í þessu sam­hengi bend­ir hún á ótal sölusíður á net­inu þar sem hægt er að kaupa allt milli him­ins og jarðar notað. „Þetta seg­ir okk­ur að það er mikið magn í um­ferð. Við þurf­um að róa okk­ur aðeins í þess­um kaup­um,“ seg­ir hún. 

„Magnið kom mér rosa­lega á óvart. Ég skil stund­um ekki af hverju fólk er að losa sig við heil­lega hluti sem þjóna enn til­gangi sín­um,“ seg­ir hún spurð hvort það hafi breytt sýn henn­ar að taka við rekstr­in­um á Góða hirðinum.  

Kúnna­hóp­ur­inn er breiður og ákveðinn kjarni mæt­ir reglu­lega í búðina. Unga kyn­slóðin er dug­leg að láta sjá sig og hún seg­ist sjá stór­an hluta henn­ar mark­visst lifa þess­um lífs­stíl, bæði í hag­kvæmni að end­ur­nýta og ekki að bæta álagi á um­hverfið okk­ar, að sögn Rut­h­ar. 

mbl.is