Áhrifavaldar verja glæfralega myndbirtingu

Umrædd mynd.
Umrædd mynd. skjáskot/Instagram

Parið Kody Workm­an og Kelly Castille hef­ur at­vinnu af því að ferðast um heim­inn. Þau birta reglu­lega mynd­ir af sér sem líta út fyr­ir að þau hafi lagt líf sitt í hættu við að ná hinni full­komnu mynd. 

Þau birtu eina slíka á dög­un­um sem hef­ur fengið mikla at­hygli. Á mynd­inni sit­ur Workm­an á kletta­brún og held­ur í kær­ustu sína sem stend­ur á kletta­brún­inni und­ir hon­um. Mynd­in var tek­in í And­es­fjöll­un­um í Perú. Marg­ir hafa bent á að þetta geti verið stór­hættu­legt og segja þetta ein­stak­lega heimsku­lega hegðun.

Sum­ir hafa einnig bent á að þó að þetta hafi í raun verið ör­uggt, þá séu þau áhrifa­vald­ar sem geti gefið öðrum þá hug­mynd að þetta sé ekki hættu­legt. Þegar þeir reyni svo að leika þetta eft­ir geti orðið slys. 

Workm­an og Castille sögðust í viðtali við Insi­der ekki hafa lagt líf sitt að veði til að ná mynd­inni og að sér fynd­ist gam­an að leika sér með sjón­ar­horn. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem parið kemst í frétt­ir fyr­ir glæfra­lega mynd­birt­ingu. Þá birtu þau mynd af Castille hang­andi fram af sund­laug­ar­brún á Balí.

View this post on In­sta­gram

🇺🇸 Our grea­test strength in life, our most import­ant principle, is discern­ment. Only you can know your body, feel the space around you and und­er­stand your capa­bilities. We would all do well to rem­em­ber this, know­ing that not every acti­on, style or path we wit­n­ess through ot­h­ers is or should be, repl­ica­ted. At the end of the day we are to hold our­sel­ves accounta­ble for the decisi­ons that we make. ※ 🇵🇦 La mejor forta­leza en la vida, el moral más import­an­te, es discerni­miento. Solo pu­edes ent­end­er tu cu­erpo, sent­ir el espacio que te rodea y comprend­er tus capacida­des. Haríamos bien en recor­der este, sa­biendo que no toda acción, esti­lo o cam­ino que presenciamos por ot­ros es o debe ser, repl­ica­do. Al final del dia, somos responsa­bles de las decisi­o­nes que hacemos. ※ Thank you @kayonj­ungl­eresort for an un­for­getta­ble experience! ※ ※ #balitra­vel #coup­les­goals #ilovetra­vel #best­places #baliga­sm #ubud #balitra­vel #novi­os #jungleli­fe #viajeros #wetra­vel #tra­vel­inspo #adventurous #indo­nesiap­ara­dise #speechlessplaces #in­finitypool #welltra­veled #eart­hp­ix #bali­holi­day

A post shared by KELLY + KODY (@positra­velty) on Apr 2, 2019 at 7:27am PDT

mbl.is