Banna notkun á skordýraeitri innan borgarmarka

Býfluga safnar hér frjói úr sólblómi. Borgaryfirvöld í fimm frönskum …
Býfluga safnar hér frjói úr sólblómi. Borgaryfirvöld í fimm frönskum borgum hafa nú bannað notkun á skorðdýraeitri innan borgarmarkanna. AFP

Borg­ar­yf­ir­völd í Par­ís og fjór­um öðrum borg­um í Frakklandi samþykktu í dag bann við notk­un á skor­dýra­eitri inn­an borg­ar­mark­anna.

AFP-frétta­veit­an seg­ir þetta svar við aukn­um vin­sæld­um bar­áttu­hreyf­ing­ar gegn efna­notk­un, sem rek­ur upp­haf sitt til sveita lands­ins.

Borg­irn­ar fjór­ar eru, auk Par­ís­ar, Lille í norður­hluta Frakk­lands, Nan­tes í Vest­ur-Frakklandi, Grenoble í suðaustri og Clermont-Ferrand sem er í miðju lands­ins. Sendu borg­ar­yf­ir­völd í sam­ein­ingu frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem bannið er til­kynnt og ástæðan sögð þörf á að varðveita vist­fræðileg­an fjöl­breyti­leika og verja lýðheilsu íbúa.

mbl.is