Borgaryfirvöld í París og fjórum öðrum borgum í Frakklandi samþykktu í dag bann við notkun á skordýraeitri innan borgarmarkanna.
AFP-fréttaveitan segir þetta svar við auknum vinsældum baráttuhreyfingar gegn efnanotkun, sem rekur upphaf sitt til sveita landsins.
Borgirnar fjórar eru, auk Parísar, Lille í norðurhluta Frakklands, Nantes í Vestur-Frakklandi, Grenoble í suðaustri og Clermont-Ferrand sem er í miðju landsins. Sendu borgaryfirvöld í sameiningu frá sér yfirlýsingu þar sem bannið er tilkynnt og ástæðan sögð þörf á að varðveita vistfræðilegan fjölbreytileika og verja lýðheilsu íbúa.