Starfshópur Norðurskautsráðsins vinnur að aðgerðaáætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða.
Útbúin hafa verið flothylki með GPS-sendi til að fylgjast með því hvernig ruslið fer til og frá norðurslóðum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sjósetti fyrsta hylkið frá varðskipinu Þór.