Stöðvuðu drónaumferð við Heathrow

Heathrow-flugvöllur er við London.
Heathrow-flugvöllur er við London. AFP

Lög­regl­an í London greip til óvenju­legra ráðstaf­ana í morg­un með því að loka fyr­ir ákveðnar út­varps­bylgj­ur í ná­grenni Heathrow-flug­vall­ar til að koma í veg fyr­ir að lofts­lagsaðgerðasinn­ar gætu stöðvað um­ferð um flug­völl­inn með leik­fanga­drón­um. Sjö aðgerðasinn­ar voru hand­tekn­ir en hvergi í Evr­ópu er jafn­mik­il um­ferð um einn flug­völl og Heathrow.

Aðgerðasinn­ar úr hópn­um Heathrow Pause, sem er hliðar­hóp­ur frá Ext­incti­on Re­belli­on-hópn­um, en sá hóp­ur nýt­ur stuðnings Gretu Thun­berg, höfðu von­ast til þess að stöðva ferðalög tugþúsunda flug­f­arþega um helg­ina. 

En ekk­ert varð af aðgerðunum þar sem fyrsti drón­inn sem átti að fara á loft í morg­un virkaði ekki þar sem hann fékk ekk­ert merki frá fjar­stýr­ing­unni. 

Talsmaður lög­regl­unn­ar í London vildi ekki staðfesta þetta við AFP-frétta­stof­una í morg­un enda upp­lýsi lög­regl­an ekki um leyni­leg­ar upp­lýs­ing­ar er varða ör­yggi lands­ins. Aft­ur á móti staðfesti hann að sér­stak­ur viðbúnaður væri við flug­völl­inn og svo yrði þangað til á sunnu­dag.

mbl.is