Göt á sjókví í Berufirði

Fiskeldi í sjókvíum í Berufirði.
Fiskeldi í sjókvíum í Berufirði.

Mat­væla­stofn­un barst til­kynn­ing frá Fisk­eldi Aust­fjarða þriðju­dag­inn 17. sept­em­ber um göt á nótar­poka einn­ar sjókví­ar Fisk­eld­is Aust­fjarða við Glí­meyri í Beruf­irði.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un upp­götvuðust göt­in við köf­un í kví og er viðgerð lokið. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Fisk­eld­is Aust­fjarða var stærsta gatið um 2 cm x 15 cm og á 1 m dýpi, fimm göt voru 2 cm x 6 cm og eitt gat 2 cm x 2 cm. Um 150.000 lax­ar voru í kvínni með meðalþyngd 530 g. Við köf­un­ar­eft­ir­lit sem átti sér stað fyr­ir rúm­um þrem­ur vik­um, eða 22. ág­úst sl., var nótar­poki heill.

At­vikið er til meðferðar hjá Mat­væla­stofn­un. Eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar munu skoða aðstæður hjá fyr­ir­tæk­inu og fara yfir viðbrögð þess. Fisk­eldi Aust­fjarða lagði út net í sam­ráði við Fiski­stofu til að kanna hvort strok hefði átt sér stað. Net­anna hef­ur verið vitjað. Eng­inn lax hef­ur veiðst og hef­ur veiðiaðgerðum verið hætt. 

mbl.is