Allsherjarverkfall fyrir loftslagið hafið

„Mín jörð logar, hvað með þína?“ eru á meðal skilaboða …
„Mín jörð logar, hvað með þína?“ eru á meðal skilaboða mótmælenda sem krefja stjórnvöld um aðgerðir. AFP

Alls­herj­ar­verk­fall vegna lofts­lags­vár­inn­ar er hafið og mark­ar verk­fallið upp­haf alþjóðlegr­ar lofts­lagsviku sem til­einkuð er bar­áttu fyr­ir aðgerðir gegn lofts­lags­vánni. 

Börn í Ástr­al­íu og á Kyrra­hafi tóku af skarið, lokuðu náms­bók­un­um á há­degi að staðar­tíma og örkuðu út úr skóla­stof­un­um til að krefjast aðgerða stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Rúmt ár er síðan Greta Thun­berg, sænsk­ur aðgerðasinni, mót­mæti fyr­ir fram­an sænska þingið. Síðan þá hafa ung­menni um heim all­an efnt til lofts­lags­verk­falla í há­deg­inu á föstu­dög­um und­ir yf­ir­skrift­inni Föstu­dag­ar fyr­ir framtíðina.

Í dag verður efnt til sam­ræmdra aðgerða og mót­mælt allt frá Syd­ney til Sao Paolo og munu ung­menn­in sýna frá aðgerðum sín­um á sam­fé­lags­miðlum und­ir myllu­merk­inu #clima­testrike. Full­orðna fólkið er hvatt til að taka þátt og slást í hóp unga fólks­ins og krefjast taf­ar­lausra og skil­virkra aðgerða til að hamla gegn ham­fara­hlýn­un jarðar. 

„Allt skipt­ir máli, það sem þið gerið skipt­ir máli,“ sagði Thun­berg í mynd­skeiðsskila­boðum sem hún birti áður en fyrstu mót­mæl­in hóf­ust form­lega. 

Ungmenni undirbúa mótmælin í New York, þar sem búist er …
Ung­menni und­ir­búa mót­mæl­in í New York, þar sem bú­ist er við að yfir millj­ón ung­menni komi sam­an í dag til að mót­mæla aðgerðarleysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. AFP

Yfir 5.000 lofts­lags­verk­föll eru fyr­ir­huguð í yfir 150 lönd­um í dag. Fjöl­menn­ustu mót­mæl­in verða að öll­um lík­ind­um í New York þar sem bú­ist er við að yfir millj­ón nem­end­ur við 1.800 skóla taki þátt. 

BBC mun flytja frétt­ir af alls­herj­ar­verk­fall­inu í all­an dag. 

Í Reykja­vík hef­ur verið boðað til aðgerða klukk­an 17. Safn­ast verður sam­an við Hall­gríms­kirkju og gengið niður á Aust­ur­völl þar sem tónlist og ávörp verða flutt. Alþjóðlegri lofts­lagsviku lýk­ur 27. sept­em­ber með öðru alls­herj­ar­verk­falli fyr­ir lofts­lagið.

Ungmenni í Sydney taka þátt í allsherjarverkfalli fyrir loftslagið.
Ung­menni í Syd­ney taka þátt í alls­herj­ar­verk­falli fyr­ir lofts­lagið. AFP
mbl.is