Ungt fólk velur sér vinnustað eftir umhverfisgildum

Frá vinstri: Bergdís Bjarnadóttir, Dagmar Óladóttir, Guðrún Dís Magnúsdóttir og …
Frá vinstri: Bergdís Bjarnadóttir, Dagmar Óladóttir, Guðrún Dís Magnúsdóttir og Bryndís Helga Traustadóttir. mbl.is/Þórunn Kristjánsdóttir

„Það þarf að breyta þessu. Við get­um ekki haft þetta svona og stjórn­völd þurfa að gera eitt­hvað. Ég vil ekki bjóða börn­un­um mín­um upp á þessa framtíð, það er að segja ef ég eign­ast börn ein­hvern tíma, að þau þurfi að hafa gasgrímu þegar þau labba út úr húsi og geti ekki séð dýr­in í sínu rétta um­hverfi,” seg­ir Bryn­dís Helga Trausta­dótt­ir sem var mætt á Aust­ur­völl til að hvetja stjórn­völd til aðgerða í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. 

Sam­fé­lagið í heild þurfi að vakna og stjórn­völd geti stuðlað að breyt­ing­um með ákvörðunum sín­um, segja fjór­ir mót­mæl­end­ur sem mbl.is tók tali á Aust­ur­velli í dag. 

„Fólk þarf að byrja á sjálfu sér en það er mik­il­vægt að stjórn­völd grípi til aðgerða því ein­stak­ling­ar geta bara gert ákveðið mikið. Stjórn­völd geta til dæm­is þrýst á fyr­ir­tæki að taka sig sam­an í and­lit­inu,“ seg­ir Dag­mar Óla­dótt­ir.

Tals­verður hiti var á meðal þátt­tak­enda og ræðumanna en mik­il samstaða ríkti um málstaðinn. Þær all­ar voru sam­mála um að fyrstu skref­in byrja hjá ein­stak­lingn­um sjálf­um. Þær reyna að leggja sitt af mörk­um með því að skoða sína eig­in sam­göngu­máta, minnka kjöt­neyslu og draga úr al­mennri neyslu svo fátt eitt sé nefnt.

„Fyr­ir framtíðina reyn­ir maður að velja sér vinnustað sem hef­ur rétt gildi. Ungt fólk horf­ir mikið á það hvort vinnustaður­inn vinni að um­hverf­is­mál­um,“ seg­ir Berg­dís Bjarna­dótt­ir spurð um þær aðgerðir sem hún lít­ur til og hef­ur reynt að til­einka sér. Hún var mætt til að hvetja stjórn­völd til aðgerða í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. 

Þær eru all­ar sam­mála um að mik­il vit­und­ar­vakn­ing eigi sér stað hér heima núna sem og um all­an heim. Þol­in­mæði fólks er á þrot­um og við þurf­um að vakna, segi þær.  

Guðrún Dís Magnús­dótt­ir var að taka þátt í sín­um fyrstu mót­mæl­um gegn lofts­lags­vánni og seg­ir það löngu tíma­bært að leggja sitt af mörk­um. „Mér finnst vera mik­il vit­und­ar­vakn­ing um þessi mál núna,“ seg­ir hún. Hún hef­ur líkt og alþjóð fylgst með Gretu Thurn­berg og dáðst að bar­áttu henn­ar sem hef­ur náð að vekja heims­byggðina um lofts­lags­vána.

Allsherjarverkfall gegn loftslagsvánni á Austurvelli.
Alls­herj­ar­verk­fall gegn lofts­lags­vánni á Aust­ur­velli. mbl.is/​​Hari
Allsherjarverkfall gegn loftslagsvánni á Austurvelli.
Alls­herj­ar­verk­fall gegn lofts­lags­vánni á Aust­ur­velli. mbl.is/​​Hari
mbl.is