„Við verðum öll að vakna“

Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli til að taka …
Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli til að taka þátt í allsherjarverkfalli gegn loftslagsvánni. mbl.is/​Hari

„Þetta er framtíðin okk­ar. Við verðum öll að vakna og gera eitt­hvað í okk­ar mál­um,“ seg­ir Hilm­ar Örn Agn­ars­son sem var einn af fjöl­mörg­um sem tóku þátt í lofts­lags­mót­mæl­um við Aust­ur­völl í dag. Hann líkt og marg­ir aðrir sem þar voru sam­an komn­ir kröfðust þess að gripið yrði strax til aðgerða. Hilm­ari eru um­hverf­is­mál hug­leik­in og þetta eru ekki fyrstu mót­mæl­in sem hann tek­ur þátt í. Hann hef­ur fylgst náið með Gretu Thurn­berg aðgerðasinna og ein­lægri bar­áttu henn­ar fyr­ir breytt­um heimi. 

Hilmar Örn Agnarsson og Björ Þórhallsdóttir voru mætt á Austurvöll …
Hilm­ar Örn Agn­ars­son og Björ Þór­halls­dótt­ir voru mætt á Aust­ur­völl til að hvetja stjórn­völd til aðgerða. mbl.is/Þ​ór­unn Kristjáns­dótt­ir

Hann bend­ir á að all­ir geti byrjað á sjálf­um sér til að mynda við að flokka sorp. „Þjóðverj­ar kunna þetta. Við eig­um að geta þetta líka,“ seg­ir hann um sorp­mál­in. Hann furðar sig á því að bæj­ar­yf­ir­völd komi ekki bet­ur til móts við íbúa og bjóði þann val­kost að íbú­ar geti til að mynda flokkað líf­rænt sorp í sér­tunnu. 

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar Erfðagrein­ing­ar, var meðal þeirra sem ávörpuðu …
Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar Erfðagrein­ing­ar, var meðal þeirra sem ávörpuðu fund­inn. mbl.is/​​Hari

Björg Þór­halls­dótt­ir tek­ur í sama streng. Þetta sé lítið skref sem all­ir ættu að geta stigið. Þau segja ekki leng­ur tækt að loka aug­um og eyr­um fyr­ir lofts­lags­vánni og þeim breyt­ing­um á veðurfari sem henni fylgja sem fari ekki fram­hjá nein­um. Í þessu sam­hengi bend­ir hún á óvenju­hlýtt sum­ar sem hef­ur nýrunnið sitt skeið á enda. „Auðvitað var þetta nota­legt en þetta er ekki eðli­legt,“ seg­ir hún.



Framtíð okkar er í ykkar höndum stendur á skiltinu sem …
Framtíð okk­ar er í ykk­ar hönd­um stend­ur á skilt­inu sem þessi ungi mót­mæl­andi ber. mbl.is/​​Hari
mbl.is

Bloggað um frétt­ina