Fjöldi fólks hélt bíllausa daginn hátíðlegan

Í dag var haldin stærsti Bíllausi dagur sem haldinn hefur …
Í dag var haldin stærsti Bíllausi dagur sem haldinn hefur verið á Íslandi. mbl.is/Hari

Bíl­lausi dag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í dag. Þátt­tak­end­ur gengu og hjóluðu á Miklu­braut  að Lækj­ar­torgi, auk þess sem frítt er í strætó í til­efni dags­ins. Lækj­ar­gata var lokuð til klukk­an 17 í dag og dag­skrá á veg­um Bíl­lausa dags­ins.

„Við eig­um ekki bíl og hjól­um það sem við þurf­um að fara. Lif­um bíl­laus­um lífs­stíl og vilj­um að fleiri geri það,“ seg­ir Júlía Björns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hún tók þátt með Þóri Ingvars­syni og segj­ast þau ekki láta rign­ing­una aftra sér. „Hún er bara hress­andi.“

„Það er mjög mik­il­vægt að sýna sam­stöðu og tengja sig við fleiri borg­ir, þetta er alþjóðleg hreyf­ing,“ seg­ir Júlía, en bíl­lausi dag­ur­inn geng­ur í garð um leið og evr­ópsku sam­göngu­vik­unni lýk­ur. Dag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur í fleiri borg­um í dag.

Júlía Björnsdóttir ásamt Þóri Ingvarssyni.
Júlía Björns­dótt­ir ásamt Þóri Ingvars­syni. mbl.is/​Gunn­laug­ur

„Ég er mik­il aðdá­andi skipu­lagðrar dag­skrá­ar og hópefl­is,“ svar­ar Sig­urður Unn­ar Birg­is­son er hann er spurður hvað hafi hvatt hann til þátt­töku í dag. Spurður hvort bíl­laus lífs­stíll hafi ekki einnig haft áhrif á ákvörðun­ina seg­ir hann svo vera. „Jú það er líka bíl­lausi lífs­stíll­inn, en það hef­ur með fag­ur­fræðileg­ar ástæður að gera.

Fyr­ir mig mig per­sónu­lega finnst mér nota­legt að hjóla í svona stór­um hópi og nota­legt að finna að ég til­heyri heild,“ seg­ir hann.

Sigurður Unnar Birgisson og Helga Sunneva Sigurðardóttir.
Sig­urður Unn­ar Birg­is­son og Helga Sunn­eva Sig­urðardótt­ir. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngu vegna bíl­lausa dags­ins, en þó eru marg­ir sem ekki hafa valið þenn­an sam­göngu­máta ef marka má erfiðleika blaðamanns við að finna bíla­stæði í miðborg­inni þegar hann bar að garði í dag.

Að lok­inni göngu var hald­inn fund­ur á Lækj­ar­torgi. Þar ávarpaði meðal ann­ars Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra hóp­inn. Lýsti hann mik­il­vægi bíl­lauss lífs­stíls og annarra aðgerða í þágu um­hverf­is­ins. Baðst hann þó af­sök­un­ar á því að vera sjálf­ur með bíl­stjóra.

Talsverður fjöldi tók þátt.
Tals­verður fjöldi tók þátt. mbl.is/​Hari

Um­hverf­is­ráðherra var þó ekki einn um að biðjast vel­v­irðing­ar á bíla­notk­un sinni í dag. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sagði í færslu á Face­book í dag að bíl­lausi dag­ur­inn væri  „ágæt­is áminn­ing um nauðsyn þess að efla al­menn­ings­sam­göng­ur og huga að um­hverf­i­s­væn­um lífs­stíl. En samt munu ein­hverj­ir sjá mig á bíl í dag ef að lík­um læt­ur; að kom­ast með fjöl­skyld­una með strætó á þá viðburði sem fyr­ir liggja um borg og bý væri mikl­um erfiðleik­um bundið, væg­ast sagt. Öfgar og sýnd­ar­mennska munu aldrei þoka okk­ur í rétta átt“.

Lögreglan sá til þess að allt gekk greiðilega fyrir sig.
Lög­regl­an sá til þess að allt gekk greiðilega fyr­ir sig. mbl.is/​Hari
Rigning stöðvaði ekki hátíðarhöldin í dag.
Rign­ing stöðvaði ekki hátíðar­höld­in í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is