Heimurinn „í djúpri loftslagsholu“

Ræða Gretu var tilfinningaþrungin.
Ræða Gretu var tilfinningaþrungin. AFP

Sænska bar­áttu­kon­an Greta Thun­berg hélt til­finn­inga­ríka ræðu á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál. Þar sakaði hún leiðtoga heims­ins um að hafa brugðist í bar­átt­unni við lofts­lags­mál. 

„Þið hafið stolið draum­um mín­um og æsku með orðagjálfri,“ sagði hún á leiðtoga­fund­in­um sem hald­inn er í New York. 

Um 60 leiðtog­ar taka þátt í fund­in­um, þar á meðal Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, en ein­ung­is þeim leiðtog­um er leyft að taka þátt sem ætla sér að minnka kol­efn­is­los­un. Þetta kem­ur fram í frétt BBC. Ræðu Gretu má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Ég ætti ekki að vera hér“

Ekki var bú­ist við að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti myndi sjá sig þar sem hann er gjarn­an ef­ins um til­veru lofts­lags­breyt­inga en hon­um brá þó fyr­ir í áhorf­enda­hópn­um. 

„Þetta er ekki rétt. Ég ætti ekki að vera hér. Ég ætti að vera í skól­an­um, hinum meg­in við hafið en samt sem áður komið þið til okk­ar og leitið von­ar. Hvernig dirf­ist þið?“ Sagði Greta sem er 16 ára göm­ul. 

Hún hvatti leiðtog­ana til að grípa strax til aðgerða og sagði: „Við mun­um fylgj­ast með ykk­ur.“

António Guterres er aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
António Guter­res er aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna. AFP

Aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, António Guter­res, skipu­lagði fund­inn. Hann sagði heim­inn „í djúpri lofts­lags holu“ og að aðgerðir bráðvantaði. 

„Tím­inn er að renna út en það er þó enn ekki of seint að bregðast við,“ sagði Guter­res. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sagði á fund­in­um að Þýska­land myndi tvö­falda sín fjár­fram­lög í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

mbl.is