Hvað keyrir upp hamingjuna í lífi fólks?

00:00
00:00

Ást er ný heim­ildaþáttaröð sem fjall­ar um ást og ást­ar­sam­bönd­. Leik­stjóri þátt­anna er Hauk­ur Björg­vins­son en í fyrsta þætti er born­ar sam­an sög­ur róm­an­tík­ur, hjóna­banda, ástar­sam­banda og skilnaða frá sagn­fræðilegu, heim­speki­legu og sál­rænu sjón­ar­horni og þessi atriði bor­in sam­an við skiln­ing okk­ar á þess­um mál­um í dag.

Fyrr á öld­um var fólk í skipu­lögðum (e.arranged) hjóna­bönd­um en fyr­ir um það bil 200 árum fór fólk að gifta sig út af ást og hrifn­ingu. Síðar meir fóru skilnaðir að ryðja sér rúms og við það myndaðist ný staða fyr­ir kon­ur. Á svipuðum tíma mynd­ast poppkúltúr og við fór­um  að sjá kvik­mynd­ir og tónlist sem mót­andi á hug­mynd­ir okk­ar um róm­an­tík og kröf­ur okk­ar til maka. Get­ur verið að við ger­um óraun­hæf­ar kröf­ur um ást­ina?

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir unnu hug­mynda­vinnu þátt­anna sem eru fram­leidd­ir hjá Sagafilm. Öll serí­an, eða sam­tals sjö þætt­ir, verða fá­an­leg­ir í Sjón­varpi Sím­ans Premium á morg­un. 

mbl.is