Ást er ný heimildaþáttaröð sem fjallar um ást og ástarsambönd. Leikstjóri þáttanna er Haukur Björgvinsson en í fyrsta þætti er bornar saman sögur rómantíkur, hjónabanda, ástarsambanda og skilnaða frá sagnfræðilegu, heimspekilegu og sálrænu sjónarhorni og þessi atriði borin saman við skilning okkar á þessum málum í dag.
Fyrr á öldum var fólk í skipulögðum (e.arranged) hjónaböndum en fyrir um það bil 200 árum fór fólk að gifta sig út af ást og hrifningu. Síðar meir fóru skilnaðir að ryðja sér rúms og við það myndaðist ný staða fyrir konur. Á svipuðum tíma myndast poppkúltúr og við fórum að sjá kvikmyndir og tónlist sem mótandi á hugmyndir okkar um rómantík og kröfur okkar til maka. Getur verið að við gerum óraunhæfar kröfur um ástina?
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir unnu hugmyndavinnu þáttanna sem eru framleiddir hjá Sagafilm. Öll serían, eða samtals sjö þættir, verða fáanlegir í Sjónvarpi Símans Premium á morgun.