Meirihluti stórfyrirtækja ólíklegur til að ná markmiðunum

Mengun yfir borginni Marseille í suðurhluta Frakklands. Mynd úr safni.
Mengun yfir borginni Marseille í suðurhluta Frakklands. Mynd úr safni. AFP

Ein­ung­is einn fimmti hluti stærstu fyr­ir­tækja heims er lík­leg­ur til að ná að mæta mark­miðum Par­ís­arsátt­mál­ans. Guar­di­an grein­ir frá þessu og seg­ir rann­sókn á greina­gerðum fyr­ir­tækj­anna benda til þess að rúm 80% þeirra séu ólík­leg til að ná mark­miðum Par­ís­arsátt­mál­ans fyr­ir árið 2050.

Rann­sókn­in tek­ur til tæp­lega 3.000 fyr­ir­tækja sem eru skráð á markaði og sýn­ir rann­sókn­in að ein­ung­is 18% þeirra hafa upp­lýst um þær aðgerðir sem þau hafa þegar gripið til til að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda og reyna þannig að sporna gegn því að hlýn­un jarðar fari um­fram 1,5 gráður.

Rann­sókn­in tek­ur til fyr­ir­tækja víða um heim og var unn­in af gagna­fyr­ir­tæk­inu Ar­ab­esque S-Ray, sem gaf hverju fyr­ir­tæki ein­kunn byggða á hita­mæli sem bygg­ist m.a. á nú­ver­andi los­un þeirra og vís­inda­lega trú­verðugum upp­lýs­ing­um um fyr­ir­ætlan­ir þeirra til að draga úr los­un.

Helm­ing­ur lík­leg­ur til að stand­ast mark­miðin fyr­ir 2030

Rúm­ur þriðjung­ur af 200 stærstu fyr­ir­tækj­um heims hef­ur enn ekki op­in­berað þær aðgerðir sem þau ætla að grípa til, þrátt fyr­ir stig­vax­andi áhyggj­ur af að aðgerða sé þörf hið fyrsta eigi að tak­ast að af­stýra því að hlýn­un jarðar nái hættu­legu stigi.

Rúmur þriðjungur af 200 stærstu fyrirtækjum heims hafa enn ekki …
Rúm­ur þriðjung­ur af 200 stærstu fyr­ir­tækj­um heims hafa enn ekki op­in­berað þær aðgerðir sem þau ætla að grípa til til að draga úr los­un. Kaup­höll­in við Wall Street. Mynd úr safni. AFP

Andreas Feiner, for­stjóri Ar­ab­esque S-Ray, sagði fyr­ir­tæk­in „virðast vera að taka skref til að draga úr áhrif­um þeirra á lofts­lags­vána“, en að mörg kjósi engu að síður að halda fullu um­fangi los­un­ar sinn­ar leyndu til að forðast nei­kvæð áhrif á fjár­fest­ing­ar.

Er hita­mæli Ar­ab­esque ætlað að gera fjár­fest­ing­ar gagn­særri, en þau fyr­ir­tæki sem ekki upp­lýsa um los­un sína fá sam­kvæmt hon­um 3 gráða hækk­un.

Um helm­ing­ur fyr­ir­tækj­anna 2.900, sem rann­sókn­in tók til, er hálfnaður á þeirri veg­ferð að ná þeim mark­miðum Par­ís­arsátt­mál­ans að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5 gráðum fyr­ir árið 2030.

Sú vinna mun hins veg­ar ekki duga til að halda hlýn­un jarðar í skefj­um til lang­frama og sam­kvæmt rann­sókn­inni verður ekki nema fimmt­ung­ur fyr­ir­tækj­anna enn á réttri braut árið 2050. Er rúm­ur fjórðung­ur þeirra raun­ar sagður lík­leg­ur til að hækka hita­stigið um í 2,7 gráður.

Seg­ir Guar­di­an þetta vera enn meira áber­andi þegar 200 stærstu fyr­ir­tæk­in eru skoðuð.

Lít­ill en ör­ugg­ur gluggi til að grípa til aðgerða

Útlit er fyr­ir að tveir þriðju G20-ríkj­anna verði á áætl­un með að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5 gráðum árið 2030, en verði ekki gripið til rót­tækra aðgerða til að draga úr los­un þá muni þessi fjöldi hrapa niður í 18% fyr­ir árið 2050.

Christiana Figu­eres, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri aðgerða gegn lofts­lags­vánni hjá Sam­einuðu þjóðunum, seg­ir hita­mæli Ar­ab­esque bjóða upp á mögu­leik­ann til að vera „breyt­inga­afl“.

Töl­urn­ar voru birt­ar í fyrsta skipti í dag sem und­an­fari skýrslu frá lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna sem munu kynna skýrslu sína síðar í dag. Talið er að þar muni koma fram að án bráðra aðgerða standi mann­kynið frammi fyr­ir áður óþekktri hættu á hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar sem ógni strand­byggðum og hreki millj­ón­ir manna frá heim­il­um sín­um.

„Við höf­um lít­inn en ör­ugg­an glugga til að grípa til nauðsyn­legra aðgerða til að halda hlýn­un­inni und­ir 1,% gráðu,“ sagði Figu­eres.

mbl.is