Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á ástarsambönd?

00:00
00:00

Ást er ný heim­ildaþáttaröð sem fjall­ar um ást og ást­ar­sam­bönd­. Leik­stjóri þátt­anna er Hauk­ur Björg­vins­son en í fjórða þætti er ástar­sam­bönd og sam­fé­lags­miðlar í for­grunni. 

Hver eru áhrif stöðugr­ar skjánotk­un­ar á sam­fé­lagið? Fólk er sítengt en samt eyðir það minni og minni tíma sam­an. Þegar fólk er sam­an er það oft and­lega fjar­ver­andi að skoða hvað er að ger­ast í gervi­heimi sam­fé­lags­miðla. Hvaða áhrif hef­ur „glans­mynd“ eða til­bú­inn veru­leiki annarra para á fólk? Hvernig eig­um við að nálg­ast sam­fé­lags­miðla þegar kem­ur að ástar­sam­bönd­um? Hvar liggja mörk­in í sam­band­inu og höf­um við til­kalls­rétt til að spyrja maka um það hvað fer þar fram eða jafn­vel fá aðgang að þess­um miðlum. 

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir unnu hug­mynda­vinnu þátt­anna sem eru fram­leidd­ir hjá Sagafilm. Öll serí­an, eða sam­tals sjö þætt­ir, verða fá­an­leg­ir í Sjón­varpi Sím­ans Premium á morg­un. 

mbl.is