Trump víttur fyrir að hæðast að Thunberg

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vakti tölu­verða reiði á sam­fé­lags­miðlum þegar hann hædd­ist á Twitter að ræðu sem hin sænska Greta Thun­berg hélt á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna  í gær.

Þessi 16 ára sænski aðgerðasinni lýsti með mikl­um tif­inn­inga­hita hvernig leiðtog­ar heims væru að svíkja henn­ar kyn­slóð með því að láta hjá líða að grípa til nægra aðgerða gegn lofts­lags­vánni. „Hvernig dirf­ist þið,“ sagði Thun­berg og kvað þá hafa stolið draum­um sín­um og æsku með orðagjálfri. Sjálf væri hún þó hepp­in því fólk þjáðist nú þegar af völd­um lofts­lags­vár­inn­ar og væri jafn­vel að deyja.

„Hún virðist vera ham­ingju­söm ung stúlka sem hlakk­ar til bjartr­ar og dá­sam­legr­ar framtíðar, en gam­an að sjá,“ sagði Trump á Twitter og birti með mynd­brot úr ræðu Thun­berg.

Á inn­an við þrem­ur tím­um höfðu 16.000 manns brugðist við skila­boðum Trumps og vítt for­set­ann fyr­ir uppá­tækið. „Don­ald Trump níðist á sak­lausri ungri stúlku, en ógeðslegt,“ skrifaði twitt­er­not­andi.

Trump og Thun­berg voru stutta stund í sama her­bergi er þau komu bæði í höfuðstöðvar Sam­einuðu þjóðanna og hef­ur mynd­band birst í fjöl­miðlum af Thun­berg yggla sig og stara á for­set­ann.

Thun­berg var spurð í síðustu viku hvort hún myndi funda með Trump og sagðist hún þá telja það ólík­legt. „Af hverju ætti hann [Trump] að vilja hitta mig; tán­ing og lofts­lagsaðgerðasinna, þegar hann trú­ir ekki á vís­ind­in sem búa að baki?“ spurði Thun­berg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina