Áherslum stjórnvalda verður að breyta

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, telur áherslur stjórnvalda ekki í …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, telur áherslur stjórnvalda ekki í takt við markmið um aukna verðmætasköpun og samkeppnishæfni sjávarútvegsins. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sagði fátt bera merki þess að stjórn­völd tækju skref í takt við mark­mið um að tryggja verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, í setn­ingaræðu sinni í til­efni sjáv­ar­út­vegs­dags­ins sem hald­inn var í hörpu í dag.

Benti hún á að Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hefði ný­verið lýst því að skapa þyrfti ný störf, sækja fram og halda verðmæta­sköp­un í land­inu áfram og að slíku mark­miði yrði náð með rétt­um áhersl­um.

Lít­ils­hátt­ar lækk­un hvergi nærri nóg

„En hver er stefna stjórn­valda í þess­um efn­um? Hvernig ætla stjórn­völd að tryggja verðmæta­sköp­un, sér í lagi nú þegar sverf­ir að?“ spurði Heiðrún Lind. Vísaði hún síðan meðal ann­ars til þess að Alþingi hefði samþykkt í vet­ur hæsta auðlinda­gjald sem þekk­ist í sjáv­ar­út­vegi á heimsvísu auk þess sem samþykkt var auðlinda­gjald á fisk­eldi í vor og að kol­efn­is­gjald hefði hækkað um 50% árið 2018, 10% á þessu ári og mundi hækka um önn­ur 10% á næsta ári.

Jafn­framt sagði hún launa­tengd gjöld hér á landi vera veru­lega hærri en þekkt­ist á meðal sam­keppn­isþjóða ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. „Lít­ils­hátt­ar lækk­un á allt of háu trygg­inga­gjaldi er hvergi nærri nægi­leg til að rétta af þessi skekktu sam­keppn­is­skil­yrði ís­lensks út­flutn­ings.“

Fram­kvæmda­stjór­inn sagði líka stjórn­völd leggja á grein­ina veru­leg­ar kröf­ur vegna lofts­lags­mála þrátt fyr­ir að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hefði þegar náð mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Sakaði hún stjórn­völd um að gera slík­ar kröf­ur án þess að meta hvaða áhrif kröf­urn­ar hefðu á kostnað og sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar.

Aðgerðir fylgi orðum

Sjáv­ar­út­veg­ur stend­ur frammi fyr­ir stór­um áskor­un­um. Meðal ann­ars breyt­ing­um í haf­inu, um­hverf­is­vá, póli­tísk­um svipt­ing­um á stærstu mörkuðum og breytt­um neyslu­venj­um ungs fólks, sagði Heiðrún Lind í ræðu sinni. „Ég full­yrði að það hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú, að hafa ís­lensk stjórn­völd í liði með at­vinnu­grein­inni.“

Sagði hún þau rekstr­ar­skil­yrði sem stjórn­völd sköpuðu vera til þess fall­in að tryggja sann­an­lega verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. „Aðgerðir verða að fylgja orðum. Áhersl­un­um verður að breyta.“

Sjávarútvegsdagurinn var ghaldinn í Hörpu í dag.
Sjáv­ar­út­vegs­dag­ur­inn var ghald­inn í Hörpu í dag. mbl.is/​Gunn­laug­ur
mbl.is