Ást er ný heimildaþáttaröð sem fjallar um ást og ástarsambönd. Leikstjóri þáttanna er Haukur Björgvinsson en í fimmta þætti eru skilnaðir skoðaðir.
Hverjar eru helst ástæður skilnaðar? Hvernig má greina aðdraganda hans? Í þættinum er rætt við sálfræðinga og þeir spurðir hvort það sé hægt að koma í veg fyrir skilnað. Er hægt að koma í veg fyrir skilnað ef hjónaband er í molum?
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir unnu hugmyndavinnu þáttanna sem eru framleiddir hjá Sagafilm. Öll serían, eða samtals sjö þættir, verða fáanlegir í Sjónvarpi Símans Premium á morgun.