Sjávarútvegur mikilvægur þáttur stöðugleika

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði sjávarútveginn hafa mikilvægu hlutverki að gegna …
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði sjávarútveginn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þágu stöðugleika. mbl.is/Gunnlaugur

„Við sjá­um á þessu ári að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé nú mik­il­væg­ur þátt­ur stöðug­leika,“ sagði Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri á ráðstefn­unni sjáv­ar­út­vegs­dag­ur­inn í Silf­ur­bergi í Hörpu í dag. Benti hann á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefði vegið á móti efna­hags­hrun­inu 2008 og að hann væri nú að vega á móti sam­drætti í ferðamannaiðnaðinum.

Kom fram í ræðu Ásgeirs að sjáv­ar­út­veg­ur­inn var til margra ára viðmið pen­inga­stefn­unn­ar. Þá hefði gengi krón­unn­ar verið fellt þegar tap var í grein­inni og að verðbólga hefði fylgt því þegar hann var rek­inn með hagnaði.

Hins veg­ar hafi gengið ekki verið fellt vegna stöðu sjáv­ar­út­vegs­ins síðan 1993 og hef­ur kvóta­kerfið skilað aukn­um stöðug­leika í grein­inni, að sögn seðlabanka­stjóra. „Útgerðar­menn bíða ekki eft­ir geng­is­fell­ing­um til þess að rétta rekstr­ar­reikn­ing­inn,“ sagði hann og full­yrti að sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri vel í stakk bú­inn til þess að tak­ast á við geng­is­breyt­ing­ar.

mbl.is/​Gunn­laug­ur

Um ára­bil var sjáv­ar­út­veg­ur­inn sér á báti meðal at­vinnu­greina þar sem hann hafði verið í alþjóðlegri sam­keppni sem haði gert það að verk­um að hann hafði ekki getað fært auk­inn rekstr­ar­kostnað yfir í verðlagið eins og aðrar at­vinnu­grein­ar. Þá hefðu orðið ákveðin kafla­skil í ís­lensku hag­kerfi þar sem slík staða varðaði nú mun fleiri at­vinnu­grein­ar, sem er lík­leg skýr­ing þess að auk­inn launa­kostnaður hafi ekki haft mik­il áhrif á verðlag, að sögn Ásgeirs.

mbl.is