Til skoðunar að fækka flugferðum

00:00
00:00

Til skoðunar er að hætta notk­un á plast­hlíf­um fyr­ir skó og að fækka flug­ferðum starfs­manna um allt að 10% til að draga úr um­hverf­is­spori á Land­spít­al­an­um. Á þessu ári hafa tvær aðgerðir skilað því að spít­al­inn los­ar um 1.000 tonn­um minna af kolt­ví­sýr­ingi á ári en þær fólust í að hætta að nota ol­íu­ketil við Hring­braut sem knúði tæki í eld­húsi og dauðhreins­un auk þess sem sett­ur var upp eyðing­ar­búnaður fyr­ir glaðloft. Sú aðgerð ein og sér skilaði um 24% minna kol­efn­is­spori þar sem gasið er afar öfl­ug gróður­húsa­teg­und.     

Í mynd­skeiðinu er rætt við Huldu Stein­gríms­dótt­ur, um­hverf­is­stjóra spít­al­ans, um áhersl­ur í um­hverf­is­stefnu spít­al­ans en frá ár­inu 2012 hafa mark­viss skref verið tek­in til að bæta um­hverf­is­spor spít­al­ans sem er einn stærsti vinnustaður lands­ins.

Í dag eru ríf­lega 30% af úr­gangi spít­al­ans end­urunn­inn sem þykir nokkuð gott fyr­ir spít­ala og Hulda bend­ir á að þar standi hann sig bet­ur en t.a.m. Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi en árið 2016 var spít­al­inn ein­mitt til­nefnd­ur til um­hverf­is­verðlauna Norður­landaráðs.

Sam­göngu­mál­in eru stór þátt­ur í rekstr­in­um og byrjað er að gera til­raun­ir með að nota raf­hjól og raf­hlaupa­hjól, sem staðsett eru í nýj­um skrif­stof­um í Skafta­hlíð, til að koma fólki á milli staða en spít­al­inn er nú í 100 bygg­ing­um á 17 stöðum og sam­göngu­mál því tals­vert um­fangs­mik­il. Sam­kvæmt gögn­um spít­al­ans nýta um 33% starfs­manna vist­væn­ar sam­göng­ur til og frá vinnu þegar best læt­ur en mark­miðið er að hækka það hlut­fall upp í 50%.

mbl.is