Enginn með aflahlutdeild yfir kvótaþakinu

Brim og Samherji njóta hæstrar aflahlutdeildar.
Brim og Samherji njóta hæstrar aflahlutdeildar.

Eng­inn aðili fer einn og sér yfir há­marks­hand­höfn á afla­hlut­deild­um á fisk­veiðiár­inu 2019/​2020. Í afla­marki má eng­inn einn aðili fara með meira en 12% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti afla­hlut­deilda allra teg­unda.

Heild­ar­hlut­deild í króka­afla­marki má ekki fara yfir 5% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti króka­afla­hlut­deilda. Auk þessa er há­mark í ein­stök­um teg­und­um.

Fiski­stofa birti á heimasíðu sinni í gær upp­lýs­ing­ar um afla­hlut­deild stærstu út­gerða 1. sept­em­ber og hafa litl­ar breyt­ing­ar orðið frá því að sams kon­ar upp­lýs­ing­ar voru birt­ar í mars í kjöl­far út­hlut­un­ar afla­marks í deili­stofn­um um ára­mót.

Eins og und­an­far­in ár eru Brim hf. (áður HB Grandi) og Sam­herji Ísland hf. í tveim­ur efstu sæt­un­um. Brim hf. er með um 10,44% af hlut­deild­un­um en var í mars með 9,76%. Sam­herji er með 7,10%. Sam­an­lagt ráða þessi tvö stærstu út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins því yfir 17,54% af hlut­deild­un­um í kvóta­kerf­inu. Í næstu sæt­um koma síðan Fisk-Sea­food ehf. á Sauðár­króki, Síld­ar­vinnsl­an hf. í Nes­kaupstað og Vinnslu­stöðin hf. í Vest­manna­eyj­um.

Stærstu út­gerðir í króka­afla­marki eru Grunn­ur ehf. í Hafnar­f­irði með 4,51% króka­afla­hlut­deild­anna. Í öðru sæti er Stakka­vík ehf. í Grinda­vík með 4,08% og Jakob Val­geir ehf. í Bol­ung­ar­vík með 4,07% í þriðja sæti.

Útgerðum með afla­hlut­deild­ir fækkaði úr 946 á fisk­veiðiár­inu 2005/​2006 í 442 á síðasta fisk­veiðiári. Á þessu fisk­veiðiári hef­ur þeim hins veg­ar fjölgað í 711. Fjölg­un­in skýrist að lang­mestu leyti af kvóta­setn­ingu á hlýra og mak­ríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: