Ást er ný heimildaþáttaröð sem fjallar um ást og ástarsambönd. Leikstjóri þáttanna er Haukur Björgvinsson en í öðrum þætti er sálfræði ástarsambanda skoðuð.
Hverjar eru hugmyndir fólks og ranghugmyndir um ást. Hvernig er tengslamyndun og hvernig er fyrsta upplifun fólks af ást. Skoðuð eru mismunandi samskiptamynstur og því er velt upp hvað aðgreinir góð ástarsambönd frá slæmum. Hvaða misskilningur er algengur í ástarsamböndunum og er hægt að fara í fyrirbyggjandi ráðgjöf?
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir unnu hugmyndavinnu þáttanna sem eru framleiddir hjá Sagafilm. Öll serían, eða samtals sjö þættir, verða fáanlegir í Sjónvarpi Símans Premium á morgun.