Hverjar eru ranghugmyndir fólks í ástarsamböndum?

00:00
00:00

Ást er ný heim­ildaþáttaröð sem fjall­ar um ást og ást­ar­sam­bönd­. Leik­stjóri þátt­anna er Hauk­ur Björg­vins­son en í öðrum þætti er sál­fræði ástar­sam­banda skoðuð. 

Hverj­ar eru hug­mynd­ir fólks og rang­hug­mynd­ir um ást. Hvernig er tengslamynd­un og hvernig er fyrsta upp­lif­un fólks af ást. Skoðuð eru mis­mun­andi sam­skipta­mynst­ur og því er velt upp hvað aðgrein­ir góð ástar­sam­bönd frá slæm­um. Hvaða mis­skiln­ing­ur er al­geng­ur í ástar­sam­bönd­un­um og er hægt að fara í fyr­ir­byggj­andi ráðgjöf?

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir unnu hug­mynda­vinnu þátt­anna sem eru fram­leidd­ir hjá Sagafilm. Öll serí­an, eða sam­tals sjö þætt­ir, verða fá­an­leg­ir í Sjón­varpi Sím­ans Premium á morg­un. 

mbl.is