300 milljóna króna samningur í Rússlandi

Skaginn mun annast uppsetningu á saltfiskvinnslu í Múrmansk í Rússlandi.
Skaginn mun annast uppsetningu á saltfiskvinnslu í Múrmansk í Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Skag­inn 3X hef­ur skrifað und­ir samn­ing við rúss­neska fyr­ir­tækið Pol­ar Sea+, sem er í eigu út­gerðarris­ans Nor­e­bo. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér smíði og upp­setn­ingu á salt­fisk­vinnslu í Murm­ansk í Rússlandi og er verðmæti verk­efn­is­ins 2,3 millj­ón­ir evra að jafn­v­irði rúm­lega 300 millj­ón­um ís­lenskra króna.

„Þetta verður stærsta salt­fisk­fram­leiðsla sinn­ar teg­und­ar í norður Atlants­hafi með fram­leiðslu­getu allt að 50 tonn á dag,“ seg­ir Pét­ur Jakob Pét­urs­son, sölu­stjóri Skag­ans 3X í Rússlandi.

Áætlað er að upp­setn­ing hefj­ist í byrj­un næsta árs. „Búnaður­inn er hannaður með gæði og góða meðhöndl­un hrá­efn­is að leiðarljósi, þar sem fyr­ir­tækið ætl­ar sér að flytja út hágæða vöru inn kröfu­h­arða markaði í Suður-Evr­ópu, Suður-Am­er­íku og Afr­íku,“ að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X.

Skaginn 3X hefur einnig komið að uppsjávarverksmiðju útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins …
Skag­inn 3X hef­ur einnig komið að upp­sjáv­ar­verk­smiðju út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Gi­drostroy í Rússlandi. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

Lausn­in sam­an­stend­ur af RoteX Supreme-uppþýðing­ar­kerfi, snyrtilínu, pækil­blönd­un og þurr­sölt­un, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. Þar seg­ir einnig að kerfið upp­fyll­ir nú­tíma kröf­ur þegar horft er til vinnuaðstæðna og ör­ygg­is starfs­manna. Þá spar­ar það orku og vatn og stuðlar að auk­inni nýt­ingu.

„Pol­ar Sea+ hafði sam­band við okk­ur í leit sinni að nú­tíma­lausn­um sem myndu standa und­ir þess­ari miklu fram­leiðslu­getu sem um ræðir. Okk­ar svar var að hanna heild­ar­lausn þar sem gæði og gott flæði fram­leiðslunn­ar væru í aðal­hlut­verki,“ seg­ir Pét­ur.

Þetta er ekki fyrsta verk­efnið sem Skag­inn 3X vinn­ur fyr­ir Pol­ar Sea+ því áður hafa fyr­ir­tæk­in unnið sam­an að hvít­fisk­verk­smiðju sem í Murm­ansk. Verk­smiðjan fram­leiðir hinar ýmsu teg­und­ir af bæði fersk­um og frosn­um hágæða afurðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: