Húkki far í vinnu til að minnka umferðarteppu

Bílar í umferð. Mynd úr safni.
Bílar í umferð. Mynd úr safni. AFP

Borg­ar­stjórn Brus­sel í Belg­íu hef­ur nú lýst yfir stuðningi við nýtt app sem teng­ir sam­an öku­menn með laus sæti í bíl­um sín­um við fólk sem er á leið í vinnu. Seg­ir Guar­di­an stjórn­völd nú hvetja fólk til að húkka far í vinnu í þeim til­gangi að draga úr um­ferðarteppu á veg­um borg­ar­inn­ar.

Appið mun tengja sam­an þá sem eru með auka sæti laus í bíln­um við þá sem vant­ar far til að kom­ast í vinnu og er það nú þróun hjá borg­ar­yf­ir­völd­um.

Um­ferðarteppa er óvíða í Evr­ópu meiri en í Brus­sel og er talið að öku­menn í borg­inni eyði um 85 klukku­stund­um ár hvert í að sitja fast­ir í um­ferðarteppu.

Vand­inn er að hluta til kom­inn vegna þeirr­ar hefðar belg­ískr­ar vinnu­menn­ing­ar að fyr­ir­tæki láta starfs­fólk fá fyr­ir­tækja­bíla, Belg­ar eru van­ir að aka til vinnu frá nær­liggj­andi bæj­um inn í borg­ina og svo vegna slæl­egs skipu­lags hring­veg­anna um­hverf­is  Bru­sel.

Elke Van den Brandt, sem fer með sam­göngu­mál í Brus­sel seg­ir ekki hægt að halda svona áfram og að hún von­ist til að með app­inu tak­ist að draga úr fjölda þeirra sem aka ein­ir til vinnu.

„Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki er að vinna að þessu for­riti sem er ætlað end­ur­vekja putta­ferðalög,“ sagði  Van den Brandt.

Ju­lien Uytt­enda­ele, sem á sæti í borg­ar­stjórn Brus­sels seg­ir app­inu ekki ætlað að keppa við einka­fyr­ir­tæki eða sam­flotsþjón­ust­ur, held­ur að hvetja til já­kvæðara viðhorfs til þeirr­ar gömlu venju að ferðast á putt­an­um.

„Mark­miðið er ekki viðskipta­hug­mynd eins og að baki Bla­BlaCar eða UberPOP, held­ur að bjóða upp á app sem ger­ir öku­mönn­um kleift að setja sig í sam­band við farþega sem vilja sitja með þeim hluta ferðar­inn­ar án þess að borga,“ sagði Uytt­enda­ele.

Auk þess að draga úr um­ferðartepp­unni þá seg­ir Van den Brandt verk­efn­inu einnig ætlað að taka á lofts­lags­vánni.

mbl.is