Loftslagsverkföll um heim allan

Átak hinnar sænsku Gretu Thurnberg, föstudagar fyrir framtíðina, hófst í …
Átak hinnar sænsku Gretu Thurnberg, föstudagar fyrir framtíðina, hófst í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöl­marg­ir tóku þátt í síðasta degi alls­herj­ar­verk­falls fyr­ir lofts­lagið á Aust­ur­velli í há­deg­inu en síðustu vik­una hef­ur verið staðið fyr­ir alþjóðlegu alls­herj­ar­verk­falli í fjöl­mörg­um lönd­um.

Alþjóðleg lofts­lagsvika, til­einkuð bar­áttu gegn lofts­lags­vánni, hófst síðasta föstu­dag þegar fólk gekk fylktu liði frá Hall­gríms­kirkju niður á Aust­ur­völl. 

Starfsfólk Rauða krossins á Austurvelli í hádeginu.
Starfs­fólk Rauða kross­ins á Aust­ur­velli í há­deg­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Talið er að mót­mæl­end­ur hafi komið sam­an í um 150 lönd­um og að fjöl­menn­ustu mót­mæl­in hafi verið í New York; þar sem yfir millj­ón nem­end­ur við 1.800 skóla tóku þátt.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Rauða kross­in­um kem­ur fram að það muni kosta okk­ur mun meira að gera ekk­ert, að stöðva ekki hlýn­un­ina strax, en að bregðast við af­leiðing­un­um síðar. 

Unga fólkið krefst aðgerða.
Unga fólkið krefst aðgerða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Án mark­vissra og áhrifa­ríkra aðgerða mun ár­leg­ur kostnaður neyðaraðstoðar vegna ham­fara marg­fald­ast. Svart­sýn­ustu spár áætla 20 millj­arða banda­ríkja­doll­ara árið 2030 (um 2.500 millj­arðar ís­lenskra króna) og að um 200 millj­ón manns muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda vegna lofts­lags­breyt­inga árið 2050. 

mbl.is