Hitabylgjur ekki alvarleg áþján hérlendis

Þó við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hitabylgjum geta …
Þó við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hitabylgjum geta þurrkar valdið skakkaföllum hérlendis. mbl.is/Sigurður Bogi

Hita­bylgj­ur, þurrk­ar, af­taka­úr­koma og öfl­ug­ir felli­bylj­ir hafa færst í auk­ana og má það með nokk­urri vissu rekja til hlýn­un­ar loft­hjúps­ins og yf­ir­borðs sjáv­ar.

Þetta kem­ur fram í svari Hall­dórs Björns­son­ar veður­fræðings við fyr­ir­spurn á Vís­inda­vefn­um.

Þar seg­ir hann að svarið við því hvort hlýn­andi lofts­lag leiði til tíðari öfga í veðri sé hvorki ein­falt já né nei, því sum­ar öfg­ar verði al­geng­ari en aðrar ekki. 

Í svari Hall­dórs seg­ir að mjög lík­legt sé að síðan 1950 hafi dregið úr fjölda kaldra daga og nátta en hlýj­um dög­um og nótt­um fjölgað. Á flest­um landsvæðum hafi hlýn­un af manna­völd­um gert hita­bylgj­ur verri eða tíðari, auk þess sem um­fang og tíðni þurrka hafi auk­ist á sum­um svæðum, landsvæði þar sem af­taka­úr­koma er tíðari nú eru lík­lega fleiri en svæði þar sem af­taka­úr­koma er fátíðari, en mest vissa er um breyt­ing­ar í Norður-Am­er­íku og Evr­ópu þar sem lík­legt er að af­taka­úr­helli sé nú tíðara.

Með frek­ari hlýn­un halda áfram þær breyt­ing­ar sem rakt­ar eru hér að ofan. Á þess­ari öld er nán­ast ör­uggt að á flest­um svæðum muni heit­um dög­um fjölga og köld­um dög­um fækka að sama skapi. Lík­legt er að hita­bylgj­ur verði lengri og tíðari en eft­ir sem áður má stöku sinn­um bú­ast við köld­um vetr­um. Það er mik­il vissa fyr­ir því að þegar líður á öld­ina muni úr­koma á þurr­um svæðum minnka á sama tíma og hún eykst á svæðum þar sem þegar er úr­komu­samt. Lík­legt er að sam­fara hnatt­rænni hlýn­un verði af­taka­úr­koma mjög víða ákafari og tíðari.

Þá rek­ur Hall­dór í svari sínu hvernig hlýn­un loft­hjúps og yf­ir­borðs sjáv­ar hafa áhrif á veðuröfg­ar. Þannig staf­ar auk­in úr­komu­ákefð mest­megn­is af því að heit­ara loft er alla jafna rak­ara og því meiri vatns­gufa til að breyta í rign­ingu og lifa hita­belt­is­lægðir og felli­bylj­ir á varma­orku úr haf­inu.

Um Ísland seg­ir Hall­dór að það kald­tempraða lofts­lag sem hér er geri það að verk­um að ólík­legt sé að hita­bylgj­ur verði al­var­leg áþján, en að þurrk­ar geti valdið skakka­föll­um. 

Lofts­lags­breyt­ing­ar munu hafa í för með sér breyt­ing­ar á af­taka­veðrum. Lík­legt er að úr­komu­ákefð auk­ist á öld­inni og því munu rign­inga- og leys­inga­flóð taka breyt­ing­um. Erfitt er að segja fyr­ir um hvernig tíðni hvassviðra á Íslandi muni breyt­ast á öld­inni, en ár­leg­ur fjöldi hvassviðris­daga á land­inu sýn­ir veru­leg­ar sveifl­ur milli ára­tuga.

Lesa má svar Hall­dór í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina