Milljarðasamningar í Rússlandi

Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir mikið að gera …
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir mikið að gera hjá fyrirtækinu í Rússlandi. Þá hafa íslensk fyrirtæki í Knarr-samstarfinu gert samninga í landinu fyrir um 15,5 milljarða króna á tveimur árum. Haraldur Jónasson/Hari

Naust Mar­ine er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem koma að gerð stærsta tog­ara Rúss­lands. Mik­il tæki­færi eru fyr­ir ís­lensk sér­hæfð fyr­ir­tæki í þessu stóra landi, að sögn Bjarna Þór Gunn­laugs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Naust Mar­ine.

„Við höf­um verið mjög sterk­ir í Banda­ríkj­un­um und­an­far­in ár eða frá því að við seld­um fyrsta skipið árið 2006 í Seattle. Við vor­um að senda búnað í tvö skip þar, það er verið að upp­færa þau skip og koma fyr­ir raf­magns­vind­um í stað glu­ssa­vinda. Við höf­um sér­hæft okk­ur í raf­magns­vind­um alla tíð. Okk­ar stærsti markaður í dag er hins veg­ar Rúss­land. Við erum búin að semja um sex skip fyr­ir Nor­e­bo, sex stóra tog­ara, og opið á fjóra til viðbót­ar,“ seg­ir Bjarni Þór.

Rússneska útgerðin Norebo verður með einn stærstu togara Rússlands.
Rúss­neska út­gerðin Nor­e­bo verður með einn stærstu tog­ara Rúss­lands.

„Þetta er í gegn­um okk­ar Knarr-verk­efni,“ seg­ir hann. Knarr er markaðsfyr­ir­tæki fyr­ir fimm ís­lensk fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig á sviði búnaðar fyr­ir fisk­veiðiskip og byggja á ís­lenskri tækni. Fyr­ir­tæk­in sem koma að Knarr ásamt Naust Mar­ine eru Brimrún, Frost, Nautic, Skag­inn 3X og Skipa­tækni. „Fyr­ir­tæk­in bjóða í þessi skip sam­an. Þó að þau starfi öll sjálf­stætt þá reyn­um við að vinna sam­an og erum sterk­ari sem heild en hvert í sínu lagi þó að fyr­ir­tæk­in kom­ist ekki alltaf öll að í hverju verk­efni,“ út­skýr­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Heild­ar­verðmæti Knarr-verk­efna sem hafa verið gerðir samn­ing­ar um á tveim­ur árum í Rússlandi nema um 15 millj­örðum ís­lenskra króna. „Margt smátt ger­ir eitt stórt,“ seg­ir Bjarni þór og bend­ir á að Naust Mar­ine hafi þegar gert samn­inga um verk­efni í Rússlandi að virði um 2,5 millj­arðar króna og við það bæt­ast samn­ing­ar sem eru á loka­stigi sem munu færa þá upp­hæð yfir þrjá millj­arða.

Stærsti tog­ari Rúss­lands

„Það er mikið að ger­ast í Rússlandi og við erum að ganga frá samn­ing­um í stærsta tog­ara Rúss­lands sem smíðaður er fyr­ir út­gerðarfé­lagið RK Len­ina í Petropa­vlovsk, um er að ræða verk­smiðju­tog­ara,“ seg­ir Bjarni Þór og bæt­ir við að Skag­inn 3X og Frost komi einnig að verk­efn­inu. Um er að ræða verk upp á 800 millj­ón­ir króna fyr­ir Naust Mar­ine. „Við sjá­um um flestalla fylgi­hluti á dekk­inu, krana og vind­ur. Við get­um gert þetta í dag vegna þess að Naust Mar­ine stofnaði fyr­ir­tæki á Spáni fyr­ir tæp­um tveim­ur árum, þar sem við hönn­um og fram­leiðum all­ar vind­urn­ar og ann­an stál­búnað.“

Hann seg­ir 10 starfs­menn starfa hjá dótt­ur­fé­lag­inu á Spáni. „Við erum aðallega með hönn­un­art­eymi, við hönn­um allt, svo erum við með sam­setn­ing­una, en lát­um und­ir­verk­taka um að fram­leiða fyr­ir okk­ur. Setj­um svo sam­an sjálf­ir.“

Vindur Naust Marine á Spáni.
Vind­ur Naust Mar­ine á Spáni.

Spurður hvort Rúss­land sé vax­andi markaður fyr­ir fé­lagið seg­ir Bjarni Þór svo vera. „Já eins og er. Þetta eru alltaf sveifl­ur í þess­um mörkuðum, einn fer upp og ann­ar niður. Þess vegna reyn­um við að vera á öll­um mörkuðum í heim­in­um þar sem maður veit aldrei hvað fer upp eða niður næst. Við höf­um verið að bíða eft­ir þess­ari sprengju í Rússlandi í allt að átta ár. Ný­smíðin byrjaði fyr­ir um tveim­ur árum og er þetta allt komið í full­an gang, að end­ur­nýja stór­an hluta skipa­flota Rúss­lands. Þeir eru komn­ir virki­lega vel af stað í því og von­andi er enn mikið eft­ir. Við sjá­um fram á að þetta haldi áfram næstu fimm til átta árin, en það er aldrei gott að segja hvað ger­ist.

Svo koma aðrir markaðir inn eins og Banda­rík­in, þar eru aðstæður aðeins öðru­vísi en í Rússlandi. Það þarf að fram­leiða allt í Banda­ríkj­un­um. Þeir eru ekki með mikla reynslu í þessu, orðið langt síðan þeir hafa smíðað mikið af fiski­skip­um þar, en kostnaður­inn við smíðina er mjög hár,“ seg­ir hann.

Ný mið í stöðugri skoðun

„Við höf­um aðeins verið í Kína. Ind­land er mjög erfitt, við höf­um ekki viljað sækja inn á þenn­an markað að svo stöddu. Það þarf margt að breyt­ast áður en við sýn­um þess­um mörkuðum áhuga,“ svar­ar Bjarni Þór spurður hvort fé­lagið sé einnig að leita á markaði vax­andi hag­kerfa eins og Kína og Ind­lands.

„Kín­verski markaður­inn er aft­ur á móti í stöðugri þróun. Við höf­um verið að selja í eldri skip þar. Höf­um einnig verið í tveim­ur ís­lensk­um tog­ur­um sem voru smíðaðir þar, líka í skip­um sem hafa verið fram­leidd í Taív­an og Kína, en við höf­um ekki beint spjót­um okk­ar að Kína ennþá. Þar geng­ur allt út á verðið en maður veit aldrei.

Við erum að vinna í mjög góðu sam­starfi við þessi fyr­ir­tæki [í Knarr]. Þótt þau séu ekki mörg í dag, þá von­andi verða þau fleiri með ár­un­um. Við erum stofn­end­ur þarna með fimm öðrum fyr­ir­tækj­um. Þótt við höf­um beint spjót­um okk­ar aðallega að Rússlandi núna vegna upp­gangs þar þá erum við á öðrum mörkuðum líka. Við erum að þreifa fyr­ir okk­ur á Nýja-Sjálandi þótt það sé langt í burtu og við erum að þreifa fyr­ir okk­ur í Banda­ríkj­un­um með Knarr-lausn­ina. Óskastaðan er að við get­um fram­leitt fiski­skip í sam­starfi við slipp og boðið eig­end­um heild­ar­lausn. Það eru kannski nokk­ur ár í að það tak­ist,“ út­skýr­ir hann. „Það er alla­vega mikið í gangi hjá okk­ur, brjálað að gera og allt lít­ur mjög vel út eins og staðan er í dag,“ bæt­ir Bjarni Þór við.

Skort­ur á sér­hæfðu starfs­fólki

Stöðugur skort­ur er á sér­menntuðu starfs­fólki að sögn Bjarna Þórs. „Okk­ur vant­ar tækni­menntað fólk, okk­ur vant­ar iðnaðar­menn. Það er orðinn það mik­ill skort­ur á þessu að hver starfsmaður er mjög dýr í sam­an­b­urði við önn­ur lönd.“

mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Hann seg­ir mik­il­vægt að fjölga í iðnnámi til þess að mæta þörf­um grein­ar­inn­ar. „Að sjálf­sögðu þurf­um við að auka veru­lega í þessu, það er reynd­ar eitt­hvað að ger­ast í dag í þess­um iðngrein­um. Ég heyri það að það er ein­hver fjölg­un í vél­virkj­un og raf­virkj­un. Von­andi bæt­ist ennþá meira við. Þetta eru góð störf og góðar tekj­ur sem þess­ir aðilar geta fengið. En það er orðinn of mik­ill skort­ur.“

Spurður hvort þess­um iðngrein­um sé gert nógu hátt und­ir höfði svar­ar Bjarni Þór: „Það er ekki gott að segja. Ég myndi vilja sjá ís­lensk fyr­ir­tæki kaupa mun meira af ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Taka Norðmenn sér til fyr­ir­mynd­ar; þeir styðja sín fyr­ir­tæki vel. Það mætti gera miklu meira hér heima því við erum í al­gjör­um sér­flokki.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: