Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er með endalaust af svörtum fílapenslum.
Sæl og blessuð
Ég hef alltaf verið með mikið af svörtum fílapenslum á nefinu og hökunni en síðustu árin hef ég einnig tekið eftir að ég er komin með mikið af áberandi holum í kringum nefið og á ennið. Hvað er þetta og hvernig get ég losnað við þetta og fílapenslana?
Kveðja Svarthöfði
Kæri Svarthöfði!
Fílapenslar eru í raun dauðar húðfrumur og húðfita sem safnast saman í útgangsopi fitukirtla. Til eru 2 tegundir fílapensla; svartir fílapenslar sem fá lit sinn vegna oxunar á húðolíu og svo hins vegar lokaðir fílapenslar sem stundum eru nefndir hvíthausar en þessir fílapenslar eru alveg lokaðir og því þýðir ekki að kreista þá. Fílapenslar og bólur eru algengar á unglingsaldri vegna hormónabreytinga en við getum einnig fengið fílapensla og áberandi fitukirtla og/eða svitaholur með aldrinum og þá sérstaklega vegna sólarinnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar að það eru til leiðir til að halda þeim í skefjum.
Hér koma nokkur góð ráð húðlæknis:
Þar sem það eru margar meðferðir í boði væri einnig sniðugt fyrir þig að leita ráðlegginga hjá húðsjúkdómalækni sem gæti þá metið húð þína og mælt með viðeigandi meðferð m.t.t húðgerðar.
Gangi þér vel!
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Röngu Hlín spurningu HÉR.