Smáir og knáir í nýrri höfn

Farsæll SH kemur inn til Grundarfjarðar sl. laugardag.
Farsæll SH kemur inn til Grundarfjarðar sl. laugardag. mbl.is/Alfons Finnsson

Útgerðir FISK Sea­food og Soff­an­ías­ar Cecils­son­ar í Grund­arf­irði tóku á laug­ar­dag­inn við tveim­ur bát­um sem leysa eldri skip af hólmi. Nýju bát­arn­ir, Far­sæll SH-30 og Sig­ur­borg SH-12, komu inn til Grund­ar­fjarðar laust eft­ir há­degi og tók fjöl­menni þar á móti skip­un­um og áhöfn­um þeirra við at­höfn sem var hátíðleg.

Bát­arn­ir, sem keypt­ir voru af Gjögri hf., verða gerðir út frá Grund­arf­irði og er þeim ætlað að sinna veiðum á til dæm­is sól­kola, skar­kola og stein­bít. Far­sæll, skip frá 2009, hét í eigu fyrri út­gerðar Áskell EA og er 362 brútt­ót­onn. Sig­ur­borg­in, pólsk smíði frá 2006, var áður Vörður EA og er 485 brútt­ót­onn.

„Núna erum við að fá smáa en knáa troll­báta sem von­andi munu gera okk­ur kleift að sækja á fleiri mið en fyrr, fjölga afla­teg­und­um og auka um leið rekstr­arör­yggið,“ seg­ir Friðbjörn Ásbjörns­son út­gerðar­stjóri um skip­in nýju. Reiknað er með að gamli Far­sæll SH og Sig­ur­borg SH, sem nú víkja fyr­ir yngri skip­um, verði seld og ef ekki fari þau í pott­inn

Stór­stíg­ar breyt­ing­ar

„Eng­um dylst að það eru tím­ar stór­stígra breyt­inga í sam­fé­lag­inu, sem eru þegar farn­ar að hafa mik­il áhrif. Breyt­ing­arn­ar eru svo víðtæk­ar að talað er um fjórðu iðnbylt­ing­una,“ sagði Björg Ágústs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Grund­arf­irði, í ávarpi sem hún flutti við mót­töku skip­anna tveggja. „Þess vegna er það ánægju­legt að ekki síst sjáv­ar­út­veg­ur­inn er virk­ur þátt­tak­andi í þeim tækni- og at­vinnu­hátta­breyt­ing­um sem nú eiga sér stað. Með því skap­ar hann sér ein­mitt stöðu til að vera áfram und­ir­stöðuat­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar.“

Ráðgert er að Far­sæll fari til veiða um næstu helgi og er skip­stjór­an­um uppálagt að veiða ýsu, kola og stein­bít á Breiðafirði og Vest­fjarðarmiðum. Níu menn verða eru í áhöfn Far­sæls og hver túr verður sex dag­ar hið mesta.

Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Fisk Seafood, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði …
Þórólf­ur Gísla­son stjórn­ar­formaður Fisk Sea­food, Björg Ágústs­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Grund­arf­irði og Friðbjörn Ásbjörns­son sem stýr­ir starf­semi Fisk Seefood í Grund­arf­irði. mbl.is/​Al­fons Finns­son
Ómar Þorleifsson er skipstjóri á Sigurborgu SH.
Ómar Þor­leifs­son er skip­stjóri á Sig­ur­borgu SH. mbl.is/​Al­fons Fins­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: