Leikkonan Kate Beckinsale er í sjúklega góðu formi enda æfir hún hjá einum þekktasta stjörnuþjálfara í Hollywood, Gunnar Peterson. Beckinsale deildi nýlega myndbandi af sér í ræktinni sem kann að vera lykilinn að einstaklega myndarlegum kviðvöðvum hennar.
Hin 46 ára gamla Beckinsale er enginn nýgræðingur í ræktinni, en í þessu myndbandi liggur hún á kviðæfingatæki, reisir sig við og kýlir brúðu einu sinni með hvorri hendi.
Hún hefur verið lengi í þjálfun hjá Peterson, en hann er meðal annars þjálfari í líkamsræktarþáttum Khloé Kardashian, Revenge Body.