Fyrsta snakkið úr íslenskum kartöflum

Viðar Reynisson snakkframleiðandi að steikja kartöfluflögur.
Viðar Reynisson snakkframleiðandi að steikja kartöfluflögur. Ljósmynd/Aðsend

„Hug­mynd­in kviknaði fyr­ir mörg­um árum. Fjöl­skyld­an mín á sum­ar­bú­stað á Hornafirði þar sem mikið er ræktað af kart­öfl­um. Ég sá hvað það var mikið magn af kart­öfl­um sem voru tekn­ar til hliðar og fóru ekki í sölu því þær þykja ekki nógu fal­leg­ar. Ég komst að því að það var eng­inn að búa til snakk úr ís­lensk­um kart­öfl­um og þannig kviknaði hug­mynd­in,“ seg­ir Viðar Reyn­is­son snakk­fram­leiðandi um Ljótu kart­öfl­urn­ar sem eru fyrstu flög­urn­ar úr ís­lensk­um kart­öfl­um. 

Á næstu dög­um geta neyt­end­ur nálg­ast fyrstu flög­urn­ar úr ís­lensk­um kart­öfl­um, Ljótu kart­öfl­urn­ar, því fram­leiðslan á þeim er haf­in og þær koma brátt í búðir. Ferlið við að fram­leiða snakk úr ljót­um ís­lensk­um kart­öfl­um hef­ur ekki verið ein­falt, en skemmti­legt og lær­dóms­ríkt, sér­stak­lega þegar afrakst­ur erfiðis­ins lít­ur dags­ins ljós, að sögn Viðars.   

„Það voru marg­ir sem reyndu að tala um fyr­ir mér því ís­lensk­ar kart­öfl­ur þykja alls ekki heppi­leg­ar til snakk­fram­leiðslu. Það er mikið af sykr­um í þeim sem veld­ur því að erfitt er að steikja þær án þess að brenna þær. En við höf­um þróað aðferð til að það heppn­ist,“ seg­ir Viðar. Af þess­um um­mæl­um að dæma má ætla að hann búi yfir tals­verðri seiglu því hug­mynd­in er orðin að veru­leika. 

Þess má geta að verk­efnið hlaut viður­kenn­ing­u sem áhuga­verðasti Mat­ar­sprot­inn árið 2017. 

„Með inn­lendri fram­leiðslu er minna kol­efn­is­fót­spor. Við vinn­um gegn mat­ar­sóun og í öll­um ákvörðunum vega um­hverf­is­sjón­ar­mið þungt. Við reyn­um að vera um­hverf­i­s­væn eins og við get­um. Við ákváðum að nota ekki hefðbundna snakk­poka sem er blanda af áli og plasti sem ein­göngu er hægt að brenna. Við völd­um því skásta kost­inn sem er að nota hreint plast sem hægt er að end­ur­vinna enda­laust. Því miður er eng­in önn­ur lausn í boði. Við ætluðum að vera með pappaum­búðir en þá yrði líf­tím­inn um tvær vik­ur og það geng­ur ekki,“ seg­ir Viðar. 

Til að byrja með verður snakkið fram­leitt með salt og pip­ar en stefnt er að því að bæta við fleiri bragðteg­und­um. Áætluð fram­leiðsla er um 1000 pok­ar á vikum. Nær­ing­ar­inni­haldið er á pari við aðrar kart­öflu­lög­ur. „Mesti haus­verk­ur­inn var að reyna að ná niður fit­unni,“ seg­ir hann og bæt­ir „við von­andi náum við að anna eft­ir­spurn­inni.“

 

mbl.is