„Feðraveldið er að míga í brækurnar“

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg.
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. AFP

Björn Ul­vaeus, einn þeirra sem skipuðu ABBA, hljóm­sveit­ina vin­sælu og dáðu frá Svíþjóð, kem­ur lofts­lagsaðgerðasinn­an­um Gretu Thun­berg til varn­ar í mynd­skeiði. Hann seg­ir að feðraveldið sé að „míga í bræk­urn­ar“ af hræðslu við Gretu.

Björn seg­ir Gretu búa yfir of­urkrafti, hún sé mar­tröð po­púlí­skra stjórn­mála­manna.  Hann seg­ist ekki skilja hvaðan reiðin, sem beinst hef­ur gegn henni, spretti. „Hvernig er hægt að leggj­ast svo lágt að gagn­rýna hvernig barn lít­ur út? Þetta er ung stúlka. Ástæðan er að það eru eng­in hald­bær rök gegn því sem hún seg­ir,“ seg­ir Björn í mynd­skeiðinu.

Hann seg­ist sann­færður um að rit­höf­und­in­um Astrid Lind­gren hefði þótt mikið til Thun­berg koma. „Hún er eins og Lína Lang­sokk­ur; hrein og bein og hún not­ar húm­or til að bregðast við gagn­rýni.“

„Jafn­vel þó að þú sért ekki sann­færður um að allt það sem hún seg­ir sé hafið yfir all­an vafa, þá er ekki annað hægt en að dást að hug­rekki henn­ar og ein­beitni. Það er sögu­legt af­rek að hafa skapað alþjóðlega fjölda­hreyf­ingu á svona skömm­um tíma,“ seg­ir Björn í mynd­skeiðinu.

Mynd­skeiðið má nálg­ast á vefsíðu írska dag­blaðsins The Irish Times

ABBA. Björn er lengst til hægri á myndinni, hin heita …
ABBA. Björn er lengst til hægri á mynd­inni, hin heita Benny And­ers­son, Anni-Frid Lyngstad og Agnetha Faltskog. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina