Almenningssamgöngur liggja niðri í Hong Kong eftir að mótmælendur unnu skemmdir á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í fjölmennum mótmælum fullum átaka í gærkvöldi.
Þúsundir streymdu á götur út í gærkvöldi með grímur fyrir andlitum sínum til þess að mótmæla neyðarlögum Carrie Lam, ríkisstjóra Hong Kong, sem leggja bann við því að fólk beri andlitsgrímur.
Voru neyðarlögin tilraun til þess að draga úr mótmælendum. Þau höfðu hins vegar þveröfug áhrif.
Fréttir herma að átök næturinnar hafi verið einstaklega ofbeldisfull og að unglingur hafi m.a. verið skotinn í fótinn af lögreglu.
Neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar verður ekki sett aftur í gang fyrr en búið er að meta skemmdirnar.