Engu líkara en dómsdagur sé í nánd

Magnús Jónsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri.
Magnús Jónsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hættu­meta þarf áhrif hlýn­un­ar á yf­ir­vegaðan hátt og án hræðslu­áróðurs. Eng­ar lík­ur er á því að hægt sé að minnka styrk kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­lofti á meðan mann­kyn­inu fjölg­ar jafn mikið og raun ber vitni og fyllsta ástæða er til að gefa öðrum þátt­um meiri gaum en loft­lags­vánni þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um. Þetta er mat Magnús­ar Jóns­son­ar veður­fræðings og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóra.

Í pistli sín­um á Kjarn­an­um  seg­ir hann að ekki líði sá dag­ur að ekki sé rætt um að hlýn­un jarðar sé álíka ógn við mann­kynið og kjarn­orku­stríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst. „Talað er um hækk­un á hita jarð­ar­inn­ar sem „mestu ógn mann­kyns­ins“, „ham­fara­hlýn­un“ og „stór­fellda lofts­lags­vá“ og nú ný­lega hef­ur „neyð­ar­á­standi“ verið lýst yfir í nokkr­um lönd­um, jafn­vel í Evr­ópu vegna henn­ar. Hlýn­un sem lík­lega er orðin um 1°C á síð­ustu 150 árum þar sem lang­tíma­með­al­hiti jarð­ar­inn­ar hef­ur hækkað um 0.1°C á hverj­um 15 árum að jafn­að­i,“ skrif­ar Magnús.

Kyrja hræðslu­boðskap

Hann seg­ist hafa orðið var við vax­andi hræðslu hjá börn­um og ungu fólki vegna þess­ar­ar yf­ir­vof­andi ógn­ar við til­vist okk­ar og lík­ir henni við þá hræðslu sem hann sjálf­ur bar í brjósti fyr­ir um 60 árum vegna kjarn­orku­vár­inn­ar. „Fjöl­miðl­ar, stjórn­mála­menn og marg­ir vís­inda­menn og emb­ætt­is­menn kyrja þenn­an hræðslu­boð­skap sem mér finnst eng­an veg­inn vera til­efni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu lík­ara en að rétt einu sinni sé dóms­dag­ur að renna upp,“ skrif­ar Magnús.

Hans mat er að mesta ógn mann­kyns­ins sé gríðarleg fjölg­un þess og af­leiðing­ar þess sem eru of­nýt­ing stórs hluta auðlinda jarðar­inn­ar, jafnt á sjó sem á landi. „Árið 1900 voru um 1500 millj­ónir manna á jörð­inni en nú er mann­fjöld­inn tæp­lega 8000 millj­ónir eða meira en fimm sinn­um meiri. Meira og minna öll um­hverfi­vanda­mál heims­ins, þar með tal­in hlýn­un jarð­ar­inn­ar er af­leið­ing óheyri­legr­ar mann­fjölg­unar og krafna um bætt lífs­kjör. Loft­meng­un, jarð­vegs­meng­un, jarð­vegs­eyð­ing, plast­meng­un og skort­ur á vatni eru víða ógn­ir við líf­ver­ur bæði á landi og í sjó.“

Of­nýtt­ar auðlind­ir

Hann skrif­ar að þetta standi í beinu sam­hengi við mann­fjölda jarð­ar­inn­ar. „Talið er að meira en 60% af öll­um auð­lind­um lands og sjáv­ar séu ann­að­hvort of­nýtt­ar eða full­nýtt­ar og er ótrú­lega litl­um fjár­mun­um eytt til þess að bæta þar úr. Vax­andi rán­yrkja sem m.a. má rekja til mann­fjölg­unar hef­ur einnig átt stór­an þátt í að auka styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti. Það kom því nokkuð á óvart að í sam­komu­lagi ríkja heims sem varð um lofts­lags­mál í Par­ís árið 2015 skyldi ekki vikið með af­ger­andi hætti að mann­fjölda­vand­anum sem við er að glíma nú og um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð.“

Magnús skrif­ar að þær hita­bylgj­ur sem gengið hafi yfir Evr­ópu, Am­er­íku og fleiri svæði jarðar á síðustu árum séu trú­lega meiri en nokkru sinni síðan al­menn­ar hita­mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir um 200 árum. Mann­tjón hafi verið blásið upp, en til sam­an­b­urðar nefn­ir Magnús að fleiri hafi lát­ist í kulda­köst­um. 

Hef­ur ekki misst svefn

Þótt ég styðji við­leitni okk­ar Íslend­inga sem og ann­arra við að draga úr los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda finnst mér mun meiri ástæða til að gefa öðrum þátt­um í mann­lífi jarð­ar­inn­ar meiri gaum en lofts­lags­vánni,“ skrif­ar Magnús og bæt­ir við að hingað til hafi hann ekki misst svefn eða haft áhyggj­ur af hækk­un hita á jörðinni enda telji hann ekki að neitt neyðarástand sé að ræða.

Hér má lesa pist­il Magnús­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina