Hvers vegna er Ísleifur grænn?

Nýjasti Ísleifur VE 63 nýmálaður og glæsilegur. Litirnir, grænn og …
Nýjasti Ísleifur VE 63 nýmálaður og glæsilegur. Litirnir, grænn og gulur, eru réttir enda eru litanúmerin varðveitt hjá Slippfélaginu. Allt er gert eftir kúnstarinnar reglum mbl.is/RAX

Þetta er spurn­ing sem ýms­ir veltu fyr­ir sér í sum­ar þegar Ísleif­ur beið þess ný­málaður og flott­ur að vera rennt niður úr Slippn­um í Reykja­vík.

Sög­una bak við báts­nafnið og græna lit­inn er að finna í sam­an­tekt Guðmund­ar Sv. Her­manns­son­ar, frétta­stjóra Morg­un­blaðsins, í Sjó­mannadags­blaði Vest­manna­eyja 1998: Í út­gerð með óbilandi bjart­sýni og þúsund krón­ur í vas­an­um. Svip­mynd­ir af Ársæli Sveins­syni á Fögru­brekku:

Það er drepið á skrif­stofu­dyrn­ar hjá Gísla J. Johnsen, út­gerðar- og versl­un­ar­manni í Vest­manna­eyj­um, dag einn árið 1912. Fyr­ir utan stend­ur 18 ára ung­ling­ur með stóra framtíðardrauma. Gísli býður hon­um sæti og spyr hvað hann geti gert.

„Get­urðu ekki pantað fyr­ir mig bát?“ seg­ir ung­ling­ur­inn.

„Fyr­ir hvern?“ hvá­ir Gísli.

„Fyr­ir mig“ svar­ar ungi maður­inn.

„Fyr­ir þig, áttu nokkuð?“ spyr Gísli.

Þá dreg­ur ung­ling­ur­inn þúsund krón­ur upp úr vas­an­um og legg­ur á borðið. „Það hef­ur marg­ur byrjað með minna,“ seg­ir Gísli, sem sjálf­ur var aðeins um tví­tugt þegar hann hóf versl­un­ar­rekst­ur og út­gerð. Hann afræður að hjálpa unga mann­in­um og út­veg­ar hon­um 10 tonna mótor­bát frá Dan­mörku, smíðaðan í Frederikssundi, en stærri báta fluttu dönsku póst­skip­in ekki hingað til lands. Kom­inn í heima­höfn kost­ar bát­ur­inn 7.955 krón­ur og út­gerðarmaður­inn ungi, og meðeig­end­ur hans tveir, skulda því mest­allt bátsverðið. Hann ákveður því að skíra bát­inn sinn viðeig­andi nafni: Skuld.

Ársæll Sveinsson átti bátinn og gerði út frá 1928 til …
Ársæll Sveins­son átti bát­inn og gerði út frá 1928 til 1967. Það reynd­ist svo að Ísleif­ur var mikið happa­skip

Þannig hóf Ársæll Sveins­son á Fögru­brekku í Vest­manna­eyj­um út­gerð sína sem átti eft­ir að vaxa og marg­fald­ast eft­ir því sem árin liðu. Og auk þess að standa fyr­ir um­fangs­mikl­um fyr­ir­tækja­rekstri, stofnaði m.a. versl­un og slipp auk út­gerðar og fisk­vinnslu, var Ársæll einn af for­ustu­mönn­um bæj­ar­fé­lags­ins um ára­tuga skeið.

Seldi Skuld­ina og keypti Ísleif

Síðar seg­ir Guðmund­ur:

Árið 1927 seldi Ársæll Skuld­ina og keypti sinn fyrsta Ísleif. Þetta var 30 tonna eik­ar­bát­ur, smíðaður í Reykja­vík árið 1916, og var bú­inn línu­lagn­ing­ar­rennu, þeirri fyrstu Í Eyja­bát. Þetta þótti mik­il tækninýj­ung sem ger­breytti línu­lengd­inni og þar með afla­brögðum og létu all­ir aðrir smíða slíka rennu í báta sína. Bát­ur­inn hafði verið á Ísaf­irði en Ársæll keypti hann af Lands­bank­an­um í Reykja­vík. Síðar sagði Ársæll svo frá:

„Ég fór til Reykja­vík­ur til að ganga frá kaup­un­um og þar sem ég var á gangi á götu stoppaði mig maður og spurði mig hvort ég væri ekki Ársæll Sveins­son. Ég játti því og þetta var þá Magnús heit­inn Thor­berg en hann hafði átt Ísleif áður. Hann sagði mér að þetta væri happaf­leyta og bað mig um tvennt í sam­bandi við bát­inn: Að breyta ekki nafn­inu Ísleif­ur og ekki held­ur litn­um á bátn­um sem var grænn. Hvort tveggja hef ég haldið og það hef­ur reynst mér vel. Og reynd­ar hef ég gætt litar­ins svo vand­lega að ég hef látið mála ný­málaða báta aft­ur, ef mér hef­ur eitt­hvað þótt at­huga­vert við lit­inn.“

Ársæll Sveinsson og Stefán Árnason lögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Þeir voru …
Ársæll Sveins­son og Stefán Árna­son lög­regluþjónn í Vest­manna­eyj­um. Þeir voru þekkt­ir borg­ar­ar Eyj­anna á sinni tíð og Ársæll öfl­ug­ur í bæj­ar­mál­um.

Það reynd­ist rétt sem Magnús Thor­berg sagði að Ísleif­ur væri happa­skip. Ársæll var formaður á Ísleifi í þrjár vertíðir og fékk á hon­um sinn stærsta róður, um 8.000 fiska í fjór­ar 15 neta tross­ur. Alls eignaðist Ársæll fimm Ísleifa áður en yfir lauk. Þann síðasta, 243 lesta stál­skip, sótti hann til Nor­egs árið 1967, þá 73 ára gam­all, og sigldi hon­um heim en þetta skip, sem þótti þá eitt glæsi­leg­asta fiski­skip ís­lenska flot­ans, bar sama nafn og núm­er og sá fyrsti: Ísleif­ur VE 63.

„Við breyt­um þessu ekki“

Það skip var síðar í eigu Leifs, son­ar Ársæls, hélt sömu venju og faðir hans og lét mála bát­inn græn­an og gul­an; raun­ar var sér­stakt máln­ing­ar­núm­er geymt í Slipp­fé­lag­inu með rétta græna litn­um.

Í októ­ber 2003 sam­einaðist út­gerð Ísleifs Vinnslu­stöðinni. Eig­end­ur Ísleifs fengu greitt fyr­ir út­gerð sína með hluta­bréf­um í VSV.

Nýj­asta Ísleif og þann sem var í Slippn­um í Reykja­vík í sum­ar keypti Vinnslu­stöðin af HB Granda árið 2015. Skipið hét áður Ing­unn og bar ein­kenn­is­staf­ina AK, heima­höfn Akra­nes. Ísleif­ur hinn nýi var að sjálf­sögðu málaður grænn.

„Ísleif­ur hef­ur alltaf verið grænn með gul­um rönd­um og hef­ur farn­ast sér­stak­lega vel, við breyt­um þessu ekki,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir kaup­in.

Gamli Ísleif­ur, sem Leif­ur son­ur Ársæls hafði gert út og Vinnslu­stöðin keypti, var seld­ur til Nor­egs árið 2016 og notaður til sel­veiða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: