Í beinni: Umhverfisdagur atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 verður haldinn í Hörpu í dag.
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 verður haldinn í Hörpu í dag. Ljósmynd/Aðsend

Sam­starfs­vett­vang­ur at­vinnu­lífs og stjórn­valda um lofts­lags­mál og græn­ar lausn­ir, auðlinda­nýt­ing á norður­slóðum og orku­skipti í flutn­inga- og hóp­ferðabíl­um eru meðal þess sem fjallað verður um á Um­hverf­is­degi at­vinnu­lífs­ins 2019 sem hald­inn er í Hörpu í dag. 

Um ár­leg­an viðburð er að ræða en að hon­um standa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Samorka, Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu.

Dag­skrá sam­tak­anna hefst kl. 8.30 og fylgj­ast má með deg­in­um í beinu streymi hér að neðan. 

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­hend­ir m.a. Um­hverf­is­verðlaun at­vinnu­lífs­ins 2019 fyr­ir­tækj­um sem hafa staðið sig vel í um­hverf­is­mál­um. Veitt verða tvenn verðlaun. Ann­ars veg­ar verður um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins og hins veg­ar fram­tak árs­ins verðlaunað. Fund­ar­stjóri er Lovísa Árna­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Samorku. 

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, er fundarstjóri á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem …
Lovísa Árna­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Samorku, er fund­ar­stjóri á Um­hverf­is­degi at­vinnu­lífs­ins sem fram fer í Hörpu í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Hér að neðan má sjá dag­skrána í heild sinni: 

Setn­ing
Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

Sam­starfs­vett­vang­ur at­vinnu­lífs og stjórn­valda um lofts­lags­mál og græn­ar lausn­ir
Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, formaður sam­starfs­vett­vangs­ins

Um­hverf­is­mál og auðlinda­nýt­ing á norður­slóðum
Heiðar Guðjóns­son, formaður Efna­hags­ráðs norður­skauts­ins

Lofts­lags­breyt­ing­ar, líf­ríki hafs­ins og auðlind­ir
Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

Tæki­færi og áskor­an­ir vegna lofts­lags­breyt­inga
Brynj­ólf­ur Stef­áns­son, sjóðstjóri hjá Íslands­sjóðum

Um­hverf­is­verðlaun at­vinnu­lífs­ins 2019
For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­hend­ir verðlaun­in

Kaffi­hlé kl. 10-10.30

Já­kvæðar fyr­ir­mynd­ir
Októ Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Ölgerðar­inn­ar
Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar
Þor­steinn Jó­hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Far­fugla

Úrgangs­mál, sam­keppni og hringrás­ar­hag­kerfið
Bryn­dís Skúla­dótt­ir, verk­fræðing­ur hjá VSÓ

Orku­skipti í flutn­inga- og hóp­ferðabíl­um
Jón Björn Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar nýorku

Aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um 
Gest­ur Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri Veitna ohf.

12.00 Súpa, spjall og neta­gerð

mbl.is