Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, auðlindanýting á norðurslóðum og orkuskipti í flutninga- og hópferðabílum eru meðal þess sem fjallað verður um á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019 sem haldinn er í Hörpu í dag.
Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og fylgjast má með deginum í beinu streymi hér að neðan.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir m.a. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019 fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað. Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Hér að neðan má sjá dagskrána í heild sinni:
Setning
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samstarfsvettvangsins
Umhverfismál og auðlindanýting á norðurslóðum
Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs norðurskautsins
Loftslagsbreytingar, lífríki hafsins og auðlindir
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Tækifæri og áskoranir vegna loftslagsbreytinga
Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin
Kaffihlé kl. 10-10.30
Jákvæðar fyrirmyndir
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla
Úrgangsmál, samkeppni og hringrásarhagkerfið
Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur hjá VSÓ
Orkuskipti í flutninga- og hópferðabílum
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku
Aðlögun að loftslagsbreytingum
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna ohf.
12.00 Súpa, spjall og netagerð