Láta reyna á rækjuvinnslu á Hólmavík

Samherji hefur komið inn í rekstur Hólmadrangs og telja forsvarsmenn …
Samherji hefur komið inn í rekstur Hólmadrangs og telja forsvarsmenn Samherja reksturinn henta vel í samsteypuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Snæ­fell, dótt­ur­fé­lag Sam­herja, hef­ur eign­ast 80% hlut í rækju­vinnsl­unni Hólma­drangi á Hólma­vík og er Kaup­fé­lag Stein­gríms­fjarðar eig­andi 20% hlut­ar, þetta staðfest­ir Gest­ur Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu Sam­herja. Kaup­fé­lagið átti áður 50% hlut í Hólma­drangi á móti 50% hlut Fisk Sea­food, en hið síðar­nefnda fé­lag dró sig úr rekstr­in­um við fjár­hag­lega end­ur­skipu­lagn­ingu rækju­vinnsl­unn­ar.

„Við höf­um hug á því að vinna þarna rækju yfir allt árið. Við mun­um kaupa hrá­efni að utan og vinna, við erum ekki að fara að veiða rækju á Íslands­miðum,“ seg­ir Gest­ur. Um 20 starfs­menn hafa unnið hjá Hólma­drangi og seg­ir Gest­ur að svo verði áfram.

Hólmdrang­ur fékk greiðslu­stöðvun 12. októ­ber í fyrra til þriggja mánaða, en hún var fram­lengd til 30. apríl þessa árs. Voru nauðasamn­ing­ar samþykkt­ir 21. júní, en þá voru heild­ar­kröf­ur á fé­lagið 170 millj­ón­ir króna.

Spurður um framtíðar­horf­ur í rekstri rækju­vinnslu á Hólma­vík í ljósi þeirra rekstr­arörðug­leika sem hafa hrjáð Hólma­drang svar­ar Gest­ur að vinnsl­an henti vel í sam­spili við aðra starf­semi Sam­herja.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: