Fyrirtæki Tönju Ýrar úrskurðað gjaldþrota

Tanja Ýr Ástþórsdóttir.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir.

Fyr­ir­tækið Social Kakt­us ehf. sem er í eigu áhrifa­valds­ins Tönju Ýrar Ástþórs­dótt­ur var úr­sk­urðað gjaldþrota 2. októ­ber. Þetta kem­ur fram í Lög­birt­ing­ar­blaðinu. 

Tanja Ýr á 50% hlut í fyr­ir­tæk­inu á móti Maríu Hólm­gríms­dótt­ur. Fyr­ir­tækið var stofnað af þeim stöll­um í janú­ar 2018 og eru þær báðar prókúru­haf­ar í því. Þær sitja einnig báðar í stjórn og varamaður er maki Maríu, Pálmi Hrafn Tryggva­son.

Til­gang­ur fé­lags­ins var sala aug­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum og í gegn­um áhrifa­valda, ásamt þjón­ustu og ráðgjöf á sam­fé­lags­miðlum, rekst­ur fast­eigna, lána­starf­semi og ann­ar skyld­ur rekst­ur. Und­ir rekstri Social Kakt­us var meðal ann­ars skart­gripa­versl­un­in Boss­ba­be.is.

mbl.is