Tímabært að skylda flokkunina

Sorp urðað í jörðu í Álfsnesi. Um 100.000 tonn af …
Sorp urðað í jörðu í Álfsnesi. Um 100.000 tonn af sorpi bárust á urðunarstað Sorpu á Álfsnesi á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

656 kíló af rusli féllu til frá til frá hverj­um Íslend­ingi árið 2017 og ger­ir það þjóðina að ein­um mestu rusl­ur­um Evr­ópu sam­kvæmt töl­fræði Eurostat. Þetta sama ár var heild­ar­magn úr­gangs sem féll til á Íslandi rúm 1.400 þúsund tonn sam­kvæmt töl­um frá Um­hverf­is­stofn­un og af þeim 225.000 tonn­um sem féllu til frá heim­il­um lands­ins rötuðu ekki nema 33% í end­ur­vinnslu eða end­ur­nýt­ingu.

Í dag er sveit­ar­fé­lög­um lands­ins í sjálfs­vald sett að ákveða hvaða hátt­ur er hafður á varðandi urðun og end­ur­vinnslu, þó áætl­un sé uppi um að skylda sveit­ar­fé­lög og rekstr­araðila til að koma upp sam­ræmdri flokk­un. Sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra um tíma­mótaaðgerð að ræða er hann setti plast­laus­an sept­em­ber í upp­hafi síðasta mánaðar.

„Að mínu mati er mik­il­vægt að við setj­um bara skyldu á þetta.  Það er al­gjör­lega kom­inn tími á það,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við mbl.is.

Mbl.is lék for­vitni á að vita hvernig end­ur­vinnslu­mál­um væri háttað á land­inu öllu og sendi fyr­ir­spurn um urðun og end­ur­vinnslu á öll 72 sveit­ar­fé­lög lands­ins. Mik­ill meiri­hluti brást vel við fyr­ir­spurn­inni og svöruðu 60 sveit­ar­fé­lag­anna. Í 59 þeirra er sorp þegar flokkað með ein­hverj­um hætti, í mis­mikl­um mæli þó og í Akra­hreppi, eina sveit­ar­fé­lag­inu sem ekki býður upp á flokk­un, er stefn­an varðandi sorp­hirðu í end­ur­skoðun. Taka má fram að eng­in þétt­býliskjarni er í sveit­ar­fé­lag­inu og kjósa marg­ir íbú­ar þess engu að síður að flokka sitt sorp, jarðgera heima við og nýta þannig líf­ræn­an úr­gang og keyra svo með flokkaða sorpið á næsta mót­tökustað.

Guðmundur Ingi segir frumvarp um breytingar á lögum um úrgangsmál …
Guðmund­ur Ingi seg­ir frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um úr­gangs­mál vera á þing­mála­skrá fyr­ir vorþingið. „Þar er verið leggja upp með að það verði gert að skyldu að flokka heim­il­isúr­gang,“ seg­ir hann og kveður frum­varps­drög­in einnig skylda lögaðila, þ.e. fyr­ir­tæki til að flokka. mbl.is/​​Hari

Íbúar kalla eft­ir end­ur­bót­um

„Mín til­finn­ing er sú að íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins séu al­mennt mjög meðvitaðir um þessi mál og kalli eft­ir end­ur­bót­um þar sem þær eiga við,“ seg­ir í svör­um Hrefnu Jó­hann­es­dótt­ur odd­vita Akra­hrepps.

Terra sem áður hét Gámaþjón­ust­an sér um sorp­hirðu fyr­ir tæp­lega 30 sveit­ar­fé­lög víða um land og seg­ir Líf Lár­us­dótt­ir, markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins íbúa al­mennt dug­lega að nýta sér flokk­unarílát ef sveit­ar­fé­lagið þeirra býður upp á slíka þjón­ustu. 

„Sorp­hirðu- og flokk­un­ar­kerfi sveit­ar­fé­lag­anna eru ólík,“ seg­ir Líf. „Sveit­ar­fé­lög­in velja hvaða kerfi þau vilja hafa varðandi úr­gang og end­ur­vinnslu­efni og við sjá­um svo um að þjón­usta þeirra kerfi.“ Hún bæt­ir við að þeim sveit­ar­fé­lög­um fari sí­fellt fjölg­andi  sem til að mynda bjóði upp á söfn­un á líf­ræn­um úr­gangi og seg­ir Terra finna fyr­ir mik­illi ánægju meðal þeirra íbúa sem eiga kost á slíku.

Það mun taka um fjögur ár að fylla þessa gryfju …
Það mun taka um fjög­ur ár að fylla þessa gryfju af sorpi að sögn starfs­manna Sorpu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hjá þeim 60 sveit­ar­fé­lög­um sem svöruðu könn­un­inni rat­ar pappi og papp­ír í end­ur­vinnslu hjá 59 þeirra. Laus­leg skoðun á vefsíðum stærstu sveit­ar­fé­lag­anna sem svöruðu ekki, m.a. hjá Fljóts­dals­héraði, Fjalla­byggð og Árborg, bend­ir til að svo sé einnig þar.

Íbúum er þó gert misauðvelt með að flokka og get­ur stærð og þétt­leiki byggðar þar haft sitt að segja. Ak­ur­eyr­ing­ar standa sig til að mynda mun bet­ur en landsmeðaltalið og féllu í fyrra til um 7.600 tonn af sorpi frá heim­il­um á Ak­ur­eyri, sem gera um 400 kíló á hvern íbúa. Minni sveit­ar­fé­lög eins og til að mynda Tálkna­fjörður, Vest­ur­byggð, Vopna­fjörður, Borg­ar­fjarðar­hrepp­ur og Djúpa­vog­ur eru svo ekki endi­lega með tveggja eða fleiri tunnu kerfi, held­ur láta íbúa um að koma end­ur­vinn­an­legu sorpi í sér­stak­ar flokk­un­ar­stöðvar, sem sum­ar hverj­ar bera vitni um tölu­verðan metnað.

Á Vopnafirði er þannig til að mynda hægt að skila inn sorpi til end­ur­vinnslu all­an sól­ar­hring­inn í gegn­um sér­stak­ar lúg­ur á safn­stöðinni. Í ná­granna­sveit­ar­fé­lag­inu á Borg­ar­f­irði geta menn flokkað í eina 18 flokka, en verða þó að gera sér ferð í end­ur­vinnslu­stöðina í áhalda­hús­inu með sorpið. Jón Þórðar­son í hrepps­nefnd Borg­ar­fjarðar­hrepps seg­ir Borg­f­irðinga líka vera dug­lega að flokka. „Stóri vand­inn er að hér búa 100 manns en hingað koma 60.000 ferðamenn,“ seg­ir hann. „Þó það séu sett­ir upp 7-8 tunn­ur að flokka í  á tjald­stæðinu þá virðist það vera mjög erfitt.“

Í Húnaþingi vestra, sem er 1.200 manna sveit­ar­fé­lag eru svo hafðar tvær tunn­ur við hvert heim­ili í bæði þétt­býli og dreif­býli. Er önn­ur tunn­an fyr­ir al­mennt heim­il­iss­orp og hin tunn­an fyr­ir end­ur­vinnslu­efni — pappa og papp­ír, plast, málma og raf­hlöður.

Í Norðurþingi er í dag sorp flokkað á Húsa­vík og í Reykja­hverfi og gert er ráð fyr­ir  að mót­taka end­ur­vinnslu í Keldu­hverfi, Öxarf­irði, Kópa­skeri, Mel­rakka­sléttu og Raufar­höfn verði kom­in í gagnið fyr­ir árs­lok.

Líf Magneudóttir, varaformaður stjórnar Sorpu, segir Reykvíkinga vera duglega að …
Líf Magneu­dótt­ir, vara­formaður stjórn­ar Sorpu, seg­ir Reyk­vík­inga vera dug­lega að flokka. Fyr­ir­tæk­in mættu þó standa sig bet­ur í þeim efn­um. mbl.is

Heim­il­in standa sig bet­ur en fyr­ir­tæk­in

Guðmund­ur Ingi seg­ir frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um úr­gangs­mál vera á þing­mála­skrá fyr­ir vorþingið. „Þar er verið leggja upp með að það verði gert að skyldu að flokka heim­il­isúr­gang,“ seg­ir hann og kveður frum­varps­drög­in einnig skylda lögaðila, þ.e. fyr­ir­tæki til að flokka. „Mér finnst tíma­bært að gera þetta. Nú­ver­andi lög­gjöf er búin að vera lengi,“ seg­ir hann. „Við erum ekki að flokka alls staðar á land­inu og erum ekki með flokk­un frá öll­um,“ bæt­ir hann við og kveður heim­il­in standa sig bet­ur í þess­um efn­um en fyr­ir­tæk­in.

Jón G. Val­geirs­son formaður stjórn­ar Sorpstöðvar Suður­lands tek­ur í sama streng og seg­ir heim­il­in ekki vera með stærsti hluta úr­gangs­ins. „Það eru fyr­ir­tæk­in og ferðamenn­irn­ir,“ seg­ir hann.

Á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem meiri­hluti lands­manna er bú­sett­ur og þar sem sveit­ar­fé­lög­in deila öll rekstri Sorpu er end­ur­vinnslu­mál­um mis­jafn­lega háttað.  Þar eru til að mynda öll sveit­ar­fé­lög­in nema Reykja­vík með bláa tunnu fyr­ir papp­ír við hvert heim­ili, en í  Reykja­vík er bláa tunn­an val­kvæð, rétt eins og græna tunn­an fyr­ir plast sem borg­in býður upp á.

„Ég vil meina að í Reykja­vík sé mjög mik­ill sveigj­an­leiki og val fyr­ir íbú­ana.“ seg­ir Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG sem jafn­framt er formaður um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur og vara­formaður stjórn­ar Sorpu. Hún nefn­ir að hverfi borg­ar­inn­ar séu mjög mis­jöfn hvað varðar aðstöðu fólks til sorp­geymslu. „Þannig að við erum strangt til tekið með meira val, en ef við t.d. ber­um okk­ur sam­an við Kópa­vog og Hafna­fjörð.

Svo nefndum djúpgámum hefur nú verið komið fyrir á nokkrum …
Svo nefnd­um djúp­gám­um hef­ur nú verið komið fyr­ir á nokkr­um stöðum í borg­inni fyr­ir flokkað sorp. mbl.is/​Bald­ur Arn­ar­son

Nefn­ir Líf sem dæmi að Kópa­vog­ur rukki þannig sér­stakt sorp­hirðugjald á hverja íbúð á meðan að þeir Reyk­vík­ing­ar sem standa sig vel við flokk­un­ina og nýta hverf­is­stöðvarn­ar geti haldið kostnaðinum niðri. „Við erum með grennd­ar­stöðvar í göngu­færi frá heim­il­um fólks, þannig að það get­ur líka losað sig við plastið og papp­ann þar,“ seg­ir hún og nefn­ir líka djúp­gáma­lausn­irn­ar sem borg­ar­yf­ir­völd eru nú að skoða í þéttri byggð og sem þegar eru komn­ar upp í Voga­byggð, Efsta­leiti og við Höfðatorg og  Móa­veg í Grafar­vog­in­um „Það er meiri sveigj­an­leiki í sam­setn­ingu sorpíláta við heim­ili fólks í Reykja­vík held­ur en ann­ars staðar.“

Líf sam­sinn­ir þeim Guðmundi Inga og Jóni og seg­ir fyr­ir­tæk­in geta staðið sig bet­ur varðandi flokk­un. Ann­ars séu Reyk­vík­ing­ar þó dug­leg­ir að flokka og end­ur­vinnslu­stöðvarn­ar sem sveit­ar­fé­lag­in sex á höfuðborg­ar­svæðinu standa að séu líka mikið notaðar. „Fyr­ir­tæk­in mættu þó kannski flokka meira,“ seg­ir hún og vís­ar til heim­il­isúr­gangs­ins sem frá þeim kem­ur, en af þeim 100.000 tonn­um af sorpi bár­ust á urðun­arstað Sorpu á Álfs­nesi á síðasta ári voru 67% frá fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um.

Flokkunarvélin Kári í starfstöð Sorpu í Gufunesi sér um að …
Flokk­un­ar­vél­in Kári í starfstöð Sorpu í Gufu­nesi sér um að flokka frá poka með flokkuðu plasti frá heim­il­isúr­gangi íbúa í Mos­fells­bæ, Garðarbæ, Seltjarn­ar­nesi og Hafnar­f­irði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Flokk­ar plastið vél­rænt frá

Mik­ill meiri­hluti þeirra sveit­ar­fé­laga sem svöruðu könn­un mbl.is bjóða upp á end­ur­vinnslu plasts þó ekki hafi öll sveit­ar­fé­lög verið  lengi að flokka. Til  að mynda var ekki byrjað að flokka plast og papp­ír frá öðru sorpi í Vík í Mýr­dal fyrr en í byrj­un þessa árs og á Suður­nesj­um hófst flokk­un við heim­ili eft­ir mitt ár 2018. Þar var end­ur­vinnslu­efni um 20% af heild­ar­magni úr­gangs sem barst frá heim­il­um á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Í  dreif­býlli sveit­ar­fé­lög­um, t.d. Húna­vatns­hreppi og Borg­ar­byggð, er plasti utan af heyrúll­um safnað af bæj­um allt upp und­ir fjór­um sinn­um á ári. Í Kaldr­ana­nes­hreppi þar sem íbú­ar eru 109 tals­ins er allt heyrúlluplast sótt heim á bæi til bænda og ekið með það suður til end­ur­vinnslu og þegar magn heyrúlluplasts á Blönduósi er skoðað má sjá að þar hafa 2.800 tonn af heyrúlluplasti ratað í end­ur­vinnslu sl. ára­tug.  

Í Reykja­vík geta íbú­ar, líkt og áður sagði óskað eft­ir grænni tunnu fyr­ir plast. Kópa­vogs­bær er með end­ur­vinnslutunnu frá Íslenska gáma­fé­lag­inu og geta íbú­ar skilað sínu plasti þangað.

Í Hafnar­f­irði, Garðabæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes­bæ geta íbú­ar hins veg­ar flokkað plastið í plast­poka og sett þá vand­lega lokaða í sorptunn­una. Plast­flokk­un­ar­vél­in Kári sér síðan um að flokka plastið sem gengið er frá með þess­um hætti vél­rænt frá öðrum úr­gangi og koma til end­ur­vinnslu. Kári nær líka að flokka frá hluta af því plasti sem sett er laust í tunn­urn­ar, en ekki plast sem er í lokuðum sorppok­um í bland við t.d. líf­ræn­an úr­gang sem oft er bæði blaut­ur og þung­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sorpu hef­ur Kári skilað af  sér um 4 kg af plasti á íbúa í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem taka þátt og er það um fjórðung­ur af því plasti sem er í tunn­un­um. Er það hlut­falls­lega ámóta magn og fæst frá sér­söfn­un Reykja­vík­ur­borg­ar.  

Borg­ar­full­trú­inn Líf vill held­ur ekki meina að flokk­un Reyk­vík­inga líði fyr­ir að ekki velji all­ir að vera með sér plast- og papp­írstunnu við sitt heim­ili, enda séu borg­ar­bú­ar afar dug­lega við að flokka „og það hef­ur auk­ist til muna,“ bæt­ir hún við. „Þannig að það sem við erum að taka á móti nú er mun meira en í fyrra, því þetta er alltaf aukast.“

Í janúar 2008 hófu íbúar í Stykkishólmi, fyrstir Íslendinga, að …
Í janú­ar 2008 hófu íbú­ar í Stykk­is­hólmi, fyrst­ir Íslend­inga, að flokka heim­il­isúr­gang í þrjár tunn­ur. End­ur­vinnslu­hlut­fall í sveit­ar­fé­lag­inu rokk­ar í dag á milli 60-65%. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Mis­mun­andi kerfi ruglandi og letj­andi fyr­ir lands­menn

Birg­ir Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs Íslenska gáma­fé­lags­ins, og Líf hjá Terra segja bæði íbúa al­mennt dug­lega við að nýta sér flokk­unarílát bjóði sveit­ar­fé­lag þeirra upp á slíka þjón­ustu.  Seg­ir Líf Terra sjá mik­il tæki­færi í frek­ari sam­ræm­ingu milli sveit­ar­fé­laga hvað flokk­un varðar. „Það er ótví­rætt ruglandi og því letj­andi fyr­ir lands­menn til flokk­un­ar, hversu mis­mun­andi þessi kerfi eru t.d. þegar þeir ferðast í frí á milli lands­hluta, svo ekki sé minnst á ferðamenn sem koma til lands­ins. Flokk­un á að vera ein­föld, sjálf­sögð og hvetj­andi,“ seg­ir hún.

„Það hef­ur orðið gríðarleg vit­und­ar­vakn­ing í flokk­un til end­ur­vinnslu á und­an­förn­um árum,“ bæt­ir Birg­ir við. „Í janú­ar 2008 hófu íbú­ar í Stykk­is­hólmi, fyrst­ir Íslend­inga, að flokka heim­il­isúr­gang í þrjár tunn­ur. Í dag eru sveit­ar­fé­lög um allt land kom­in með sama eða sam­bæri­legt flokk­un­ar­kerfi og heild­ar­fjöldi sveit­ar­fé­laga sem flokk­ar sam­kvæmt því kerfi er vel yfir 20 tals­ins. Það er hins­veg­ar at­hygl­is­vert að ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur tekið upp þetta flokk­un­ar­kerfi.“

Guðmund­ur Ingi seg­ir meðal þess sem vænt­an­legt laga­frum­varp um úr­gangs­mál tek­ur á séu sam­ræmd­ar merk­ing­ar á flokk­un­ina. „Við þekkj­um þetta þegar við för­um á milli sveit­ar­fé­laga og lands­hluta að það er ekki flokkað með sama hætti. Það er til mik­il óhagræðis fyr­ir okk­ur sem neyt­end­ur og fyr­ir ferðamenn­ina okk­ar og þetta er eitt­hvað sem við ætl­um að reyna taka á í lög­gjöf­inni – að inn­leiða ein­hvers kon­ar sam­ræmd­ar merk­ing­ar fyr­ir úr­gangs­flokka,“ seg­ir hann. Nán­ari út­færsla sé enn í vinnslu, en þetta kunni til að mynda að fela í sér að hver flokk­ur að fá sitt merki eða sinn ein­kenn­islit sem beri þá að nota við alla meðhöndl­un úr­gangs alls staðar á land­inu.

Jarðgerðarstöð Sorpu sem nú rís í Álfsnesi. Gert er ráð …
Jarðgerðar­stöð Sorpu sem nú rís í Álfs­nesi. Gert er ráð fyr­ir að taka hana í notk­un á næsta ári. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gjör­breyt­ist með gas- og jarðgerðar­stöðinni

Vilj­inn til auk­inn­ar sam­ræm­ing­ar virðist líka víðar vera til staðar því borg­ar­full­trú­inn Líf seg­ir sveit­ar­fé­lög á Suðvest­ur­landi þegar far­in að ræða sam­an um að sam­ræma bet­ur þá efn­is­flokka sem vilji sé fyr­ir að flokka. „Við erum að hugsa um það núna að stíga meira í takt þessi sveit­ar­fé­lög á Suðvest­ur­landi og höfuðborg­ar­svæðinu og reyna að sam­ræma þetta miklu bet­ur,“ seg­ir hún og bæt­ir við að vissu­lega séu sveit­ar­fé­lög­in þó ólík og verði að haga sín­um mál­um í takt við um­hverfi sitt. Ekki sé t.d. sam­an að jafna þétt­býli á höfuðborg­ar­svæðinu og dreifðari byggðum .

Úrgangs­flokk­arn­ir sem sveit­ar­fé­lög­in eru sam­mála um sér­söfn­un á og sem geri þeim um leið kleift að upp­fylla Evr­ópu­til­skip­un í úr­gangs­mál­um eru auk papp­ans og plasts­ins, bæði málm­ar og gler. „Svo get­um við í fram­hald­inu farið að gera til­raun með sér­söfn­un á tex­tíl,“ seg­ir Líf.  „Þetta er allt að ganga í rétta átt, svo ég tali nú ekki um þegar gas og jarðgerðar­stöðin kem­ur, þá verður þetta gjör­breyt­ing á um­hverfi okk­ar.“

Spurður hvort vænta megi viður­laga við brot­um gegn flokk­un þegar nýja lög­gjöf­in kemst í gagnið seg­ir Guðmund­ur Ingi eiga eft­ir að út­færa hvernig tekið verði á því þegar ekki er flokkað. „Sveit­ar­fé­lög­in eru með úr­gangs­mál­in á sín­um herðum og að stærst­um hluta kem­ur það í þeirra hlut að sjá til þess að þetta sé hægt og að neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um sé gert kleift að flokka,“ seg­ir hann og kveður slíkt því þurfa að skoðast í nánu sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina