Kílóin fuku ekki í ræktinni heldur vegna fíknar

Svona lítur Beeman út í dag.
Svona lítur Beeman út í dag. skjáskot/Instagram

Ástralski áhrifavaldurinn Ashley Beeman leysti frá skjóðunni nú á dögunum og viðurkennir að hún léttist ekki vegna þess að hún var dugleg að hreyfa sig og borða hollt. Ástæðan fyrir þyngdartapinu var hinsvegar vegna þess að hún misnotaði lyfið Adderall sem er uppáskrifað vegna ADD-greiningar.

Hin 34 ára tveggja barna móðir segir að líf sitt hafi eyðilagst þegar hún fékk lyfið uppáskrifaði árið 2015 og varð háð því. Hún fór frá því að vera 75 kíló niður í 58 kíló. Hún heldur úti blogginu Fit + Fabulous og fjallar um heilsu og lífstíl. 

„Ég þóttist gera æfingar á samfélagsmiðlum og fyrirtækið mitt stækkaði helling og mér líður ömurlega yfir því núna. Fólk hrósaði mér og hvatti mig áfram og mér leið vel. Fólki fannst ég líta vel út en ég var bara skinn og bein. 

Beeman líður miklu betur í dag og er ekki lengur …
Beeman líður miklu betur í dag og er ekki lengur háð Adderall. skjáskot/Instagram

Hún lenti á botninum þegar hún var farin að klára mánaðarskammt á innan við tveimur vikum. Hún sagði í viðtali við ástralska fjölmiðla að hún hafi einu sinni klárað skammtinn sinn í fjölskylduboði og var í svo miklum fráhvörfum að hún gat ekki talað við neinn. Hún segist hafa búið til sögur til að fá uppáskrifað meira. 

Hún hætti að taka lyfið í júní 2016 og var í miklum fráhvörfum. Eftir að hafa tekist á við fíknina í rúm þrjú ár ákvað hún að segja sögu sína. „Ég þyngdist um 9 kíló á fyrstu þremur vikunum og á þeim tíma fannst mér það ótrúlega erfitt þar sem ég var með svo skrítnar hugmyndir um eigin líkama,“ sagði Beeman. 

„Ég þurfti að þykjast lifa þessum svakalega heilbrigða lífsstíl fyrir fylgjendur mína og ég skulda þeim útskýringar. Ég fór í beina útsendingu á Facebook og hef fengið hlýjar móttökur. Það styðja allir við bakið á mér og hafa verið að deila sögum sínum af Adderall,“ sagði Beeman. 

mbl.is