Makrílviðræður hófust í dag

Fundurinn í London er reglulegur fundur strandríkja sem haldinn er …
Fundurinn í London er reglulegur fundur strandríkja sem haldinn er á hverju hausti til að ræða um stjórn veiða fyrir næsta ár. AFP

Árleg­ar viðræður strand­ríkja vegna veiða á mak­ríl, norsk-ís­lenskri síld og kol­munna hóf­ust í London höfuðborg Bret­lands í dag. Viðræðurn­ar munu standa í um tvær vik­ur og var byrjað á því að ræða mak­ríl á grund­velli ráðlegg­inga ICES um veiðar á stofn­in­um fyr­ir árið 2020.

Í svari sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn 200 mílna seg­ir að „á fund­in­um mun Ísland sækj­ast eft­ir því að strand­rík­in komi sér sam­an um stjórn veiðanna, enda þarf heild­stæða stjórn­un til að tryggja sjálf­bærni þeirra“.

Í næstu viku verður rætt um kol­munna und­ir for­mennsku Íslands og um norsk-ís­lenska síld und­ir for­mennsku Fær­eyja. Þátt­tak­end­ur í viðræðunum eru Ísland, Græn­land, Fær­eyj­ar, Nor­eg­ur, Rúss­land og Evr­ópu­sam­bandið sem fer með for­mennsku.

mbl.is