Verkefnum fyrir 88,8 milljarða á höfuðborgarsvæðinu flýtt

Miklabraut. Hún á að vera komin í stokk árið 2026.
Miklabraut. Hún á að vera komin í stokk árið 2026. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Mikla­braut í stokk, borg­ar­lína, stokk­ur í Garðabæ og úr­bæt­ur á Holta­vegi að Stekkj­ar­bakka eru meðal þeirra verk­efna á höfuðborg­ar­svæðinu sem verður flýtt sam­kvæmt end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun. 

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á fundi ráðuneyt­is­ins í morg­un þar sem upp­færð og end­ur­skoðuð sam­göngu­áætl­un fyr­ir tíma­bilið 2020-2034 var kynnt. 

Sigurður Ingi á fundinum í morgun.
Sig­urður Ingi á fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ráðherra nefndi sex verk­efni á fund­in­um, sem falla und­ir þau sem á að flýta. Áætlað er að borg­ar­lína muni kosta 49,6 millj­arða króna, að setja Miklu­braut í stokk muni kosta 21,8 millj­arða, stokk­ur í Garðabæ 7,6 millj­arða, leiðin Holta­veg­ur — Stekkj­a­bakki 2,2 millj­arð, leiðin Rjúpna­veg­ur að Breiðholts­braut 1,6 millj­arða og sér­stök fjár­veit­ing fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið til að byggja upp hjóla- og göngu­stíga verður 6 millj­arðar.

Alls eru þetta 88,8 millj­arðar. 

Á fund­in­um kom fram á hverju af þeim fjög­urra ára tíma­bil­um sem áætl­un­inni er skipt niður í á að vinna hvert verk­efni. Klára á Holta­veg — Stekkj­ar­bakka og Rjúpna­veg — Breiðholts­braut fyr­ir 2024-'25 og stokka á Miklu­braut og í Garðabæ á að klára fyr­ir lok tíma­bils­ins.

mbl.is