Farfuglum fækkar um 20-30%

Spóinn er íslenskur farfugl og vaðfugl. Hann er langdrægur og …
Spóinn er íslenskur farfugl og vaðfugl. Hann er langdrægur og er því í meiri hættu en farfuglar sem fljúga styttra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Far­fugl­um hef­ur fækkað um 20-30 pró­sent í Evr­ópu á síðustu fimm­tíu árum, sér­stak­lega hvað varðar lang­dræga far­fugla, fugla sem fljúga 2.000 kíló­metra eða lengra á milli varp- og æt­is­stöðva.

Helsta ástæðan fyr­ir þess­ari miklu fækk­un er eyðing búsvæða á heimsvísu. Far­fugl­ar virðast viðkvæm­ari fyr­ir henni en staðfugl­ar.

Þetta seg­ir Tóm­as Grét­ar Gunn­ars­son, líf­fræðing­ur og for­stöðumaður Rann­sókna­set­urs Há­skóla Íslands á Suður­landi. Hann hélt er­indi í dag á líf­fræðiráðstefnu sem hófst í Öskju í dag. 

„Líf­fræðilegri fjöl­breytni er að hnigna um all­an heim og eitt dæmi um það eru far­fugl­ar. Þeim er að fækka mjög víða. Það birt­ist til dæm­is grein í tíma­rit­inu Science um dag­inn sem sýndi þriðjungs fækk­un fugla í norður Am­er­íku frá 1970. Í þessu fækk­un­ar­mynstri sjá­um við að lang­dræg­um far­fugl­um er að fækka meira en skammdræg­um, þar eð að segja fugl­um sem fljúga langt, 2.000 kíló­metra eða lengra á milli varp- og æt­is­stöðva, þannig að það er ein­hver kerf­is­bund­inn mun­ur á milli lang­dræg­ara og skammdrægra fugla,“ seg­ir Tóm­as. 

Jaðrakan er bæði vaðfugl og farfugl en hann flýgur mun …
Jaðrak­an er bæði vaðfugl og far­fugl en hann flýg­ur mun styttra en spó­inn og er því skammdræg­ur. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Nota ís­lenska fugla til út­skýr­ing­ar

Hér­lend­is hafa ís­lensk­ir vaðfugl­ar verið rann­sakaðir í um tutt­ugu ár. „Við erum að reyna að nota ís­lenska vaðfugla til að skýra al­menn mynstur sem sjást í hnign­un far­fugla­stofna um heim­inn,“ seg­ir Tóm­as.

„Þeir hafa að mörgu leyti líka lífs­hætti á Íslandi en þeir hafa mjög mis­mun­andi far­lengd­ir. Við erum að reyna að nota þetta kerfi til að sjá hver mun­ur­inn er á viðkomu lang- og skammdrægra far­fugla í þess­um hópi. Það sem kem­ur í ljós er að skammdrægu far­fugl­arn­ir koma miklu fyrr til lands­ins. Það veld­ur því að þeir hafa meiri tíma á vor­in til að bregðast við því að það séu hlý vor,“ seg­ir Tóm­as. Því verpa fugl­arn­ir fyrr og þeim geng­ur bet­ur með varp. 

Lóan er sömuleiðis skammdrægur farfugl og eru lífslíkur hennar því …
Lóan er sömu­leiðis skammdræg­ur far­fugl og eru lífs­lík­ur henn­ar því meiri en til dæm­is spó­ans. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Svo vant­ar eig­in­lega al­menni­lega vökt­un á okk­ar al­geng­ustu mó­fugl­um sem flest­ir okk­ar vaðfugl­ar eru til þess að geta séð hvort þessi mynstur sem við sjá­um og þessi mikli mun­ur sem við sjá­um sé að koma fram í stofn­breyt­ing­um. Hvort lang­dræg­um far­fugl­um eins og spó­um til dæm­is sé að fækka á meðan skammdræg­ari fugl­um eins og til dæm­is Jaðrak­an eða Lóu er ekki að fækka,“ seg­ir Tóm­as. 

Á síðustu árum hafa verið sett upp kerfi sem telja fugla og því verður hægt að segja bet­ur til um fækk­un far­fugla hér­lend­is eft­ir um 10 ár. 

Spurður hvort far­fugl­ar séu verr stadd­ir en staðfugl­ar seg­ir Tóm­as: „Far­fugl­ar eru nátt­úru­lega háðir svæðum sem eru á mjög stór­um skala. Þú ert með fugla sem verpa á Íslandi og fljúga alla leið til Afr­íku og ef þess­ir stofn­ar eiga að dafna þá þarf mjög margt að ganga upp. Staðfugl­ar sem dvelja hérna í norður Evr­ópu og nota svæðin sem eru vernduð, eru ekki háðir því að fólk sé að fara vel með landið ein­hvers staðar ann­ars staðar.“

Tómas Grétar Gunnarsson.
Tóm­as Grét­ar Gunn­ars­son. Ljós­mynd/​HÍ

Dýpsta hrina út­dauða teg­unda

Meiri hætta staf­ar því að far­fugl­um en staðfugl­um. „Vegna þess að far­fugl­ar þurfa í raun að reiða sig á net svæða sem þeir nota yfir árið sem eru í mörg­um lönd­um. Það er ein­mitt ástæðan fyr­ir því að við erum að gera alþjóðlega samn­inga um vernd far­dýra og annarra þátta nátt­úr­unn­ar til að reyna að tryggja að stofn­ar sem noti mörg lönd hafi at­hvarf alls staðar.“

Ástæður hnign­un­ar í stofni far­fugla eru fjölþætt áhrif manns­ins á vist­kerfi. 

„Við virðumst vera að ganga inn í stærstu eða dýpstu hrinu út­dauða teg­unda nokk­urn tím­ann í jarðsög­unni. Það er tvennt sem þessu veld­ur. Í fyrsta lagi eyðing búsvæða sem er stóra vanda­málið,“ seg­ir Tóm­as.

„Allt of mikið til af okk­ur“

Í öðru lagi eru það lofts­lags­breyt­ing­ar. „Mikið af svona fugl­um og dýr­um eru í árstíðabundnu um­hverfi og eru aðlöguð að ákveðnum tíma­setn­ing­um, að elta til dæm­is toppa í fæðu sem verða á sumr­in hérna á Íslandi og svo fram­veg­is. Lofts­lags­breyt­ing­ar eru að riðla þess­um tíma­setn­ing­um.“

Þriðja ástæðan spil­ar þarna inn í, að sögn Tóm­as­ar. „Búsvæðabreyt­ing­arn­ar eru verst­ar en svo koma lofts­lags­breyt­ing­arn­ar þarna ofan á og fleiri ágeng­ar inn­flutt­ar teg­und­ir. Við erum að flytja ein­hverj­ar teg­und­ir milli heims­hluta sem eru að hafa áhrif. Svo þetta eru fjölþætt áhrif manns­ins. Það er allt of mikið til af okk­ur og við erum allt of frek á auðlind­ir.“

mbl.is