Nýtt gamalt frá Bang Gang

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Ljósmynd/Skjáskot

Lagið var smá­skífa af fyrstu plötu Bang Gang og fékk þónokkra spil­un á sín­um tíma á Íslandi, Frakklandi og víðar. Leik­stjóra mynd­bands­ins, Uglu Hauks­dótt­ur, er gjarn­an tal­in einn fremstu ungu leik­stjór­um Íslands. Útgáf­an er gerð af til­efni af­mæl­is þriggja platna Bang Gang í fyrra og vænt­an­legri vinyl út­gáfu á þessu ári.

Lagið er klass­ískt 90‘s electro pop og var band­inu jafn­vel nefnt sem eitt af fáum „trip-hop“ bönd­um sem Ísland hef­ur alið. Lagið fékk nýtt líf í kvik­mynd Sól­veig­ar An­spach, The Aqua Proj­ect (L'ef­fet aquat­ique) en þar hljómaði það bæði á klúbbi og eins lék Barði lagið sem trúba­dor í einni senu, en sú út­gáfa mun einnig koma út sem auka­efni á „acoustic co­vers and rem­ix“ út­gáfu sem er vænt­an­leg.

Lagið fær nýtt mynd­rænt líf með aug­um Uglu Hauks­dótt­ur, sem er út­skrifuð úr Col­umb­ia Uni­versity var val­in besti kven­leik­stjór­inn af Directors Guild of America fyr­ir stutt­mynd­ina How far she went 

Ugla leik­stýrði þátt­um í Ófærð 2 og hef­ur unnið að ýms­um verk­efn­um. Mynd­bandið er ann­ar hluti af trílógíu en fyrsta mynd­bandið kom út í vor og var við lagið „Follow“. Í „Sacred Things“ held­ur sag­an áfram.

„Það var mjög sér­stakt að gera tón­list­ar­mynd­bönd við lög sem komu út fyr­ir svona mörg­um árum en á sama tíma fannst mér það virki­lega spenn­andi. Sjálf hef ég hlustað á Bang Gang síðan bandið gaf út sitt fyrsta lag. Fyr­ir mér var mik­il­vægt að vinna með arf­leifð bands­ins og bjó því til ímyndaða karakt­era byggða á Barða og Esther Thal­íu [söng­konu] sem kynn­ast fyrst sem krakk­ar í Follow, eru síðan ást­fangn­ir tán­ing­ar í Sacred Things og loks full­orðin í Ghost from the Past þar sem leiðir skilj­ast.“

Aðal­hlut­verk leika Mel­korka Davíðsdótt­ir Pitt og Styr Júlí­us­son.

Hljóm­sveit­in Bang Gang hef­ur verið starf­andi í yfir 20 ár og hafa plöt­ur sveit­ar­inn­ar verið  gefn­ar út um all­an heim auk þess sem sveit­in hef­ur leikið víða. Sveit­in er hug­ar­fóst­ur Barða Jó­hanns­son­ar en fjöl­marg­ir tón­list­ar­menn hafa komið að plöt­un­um.

Ann­ars er nóg að gera hjá Barða því fyr­ir skömmu var af­hjúpuð for­láta stytta af kapp­an­um í Rokksafni Íslands og um helg­ina stend­ur hann fyr­ir 24 klukku­stunda löngu drónjóga á Húsa­vík. Þar koma fram lista­menn á borð við Sin Fang, Ju­li­anna Barwick, Barða sjálf­an og Mel­issa Auf Der Maur (Smashing Pumpk­ins, Hole).  

Hér er mynd­bandið við Follow sem kom út fyr­ir skömmmu.

Barði á sviði með sveitinni.
Barði á sviði með sveit­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is