„Það er þvælan“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerði fjölda dómara við Landsrétt …
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerði fjölda dómara við Landsrétt að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. mbl.is/Hari

„Er ekki komið gott af þeim ásetn­ingi Sjálf­stæðis­flokks­ins að þvæl­ast fyr­ir góðu starfi dóm­stóla í land­inu?“ spurði Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un. 

Spurn­ing henn­ar beind­ist til Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra. Helga Vala sagði dóm­stóla­sýsl­una hafa gengið grýtta bón­leið til dóms­málaráðherra um nauðsyn­lega fjölg­un dóm­ara við rétt­inn frá því Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp dóm sinn í lands­rétt­ar­mál­inu í mars. 

Dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu í mars að ís­lenska ríkið hefði brotið gegn sjöttu grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu við skip­an fjög­urra dóm­ara við Lands­rétt sem voru ekki metn­ir meðal 15 hæf­ustu af sér­stakri hæf­is­nefnd. 

Dóm­ar­arn­ir fjór­ir hafa ekki dæmt við rétt­inn frá því að MDE kvað upp dóm sinn í mars. Tveir óskuðu eft­ir launuðu leyfi til ára­móta en hinir ekki. Því hef­ur ein­ung­is verið ráðið í stöður dóm­ar­anna tveggja sem óskuðu eft­ir leyfi og starfa því 13 dóm­ar­ar við Lands­rétt. 

„Er það ekki hluti af ábyrgð hæst­virts ráðherra að tryggja að dóms­kerfið starfi með eðli­leg­um hætti og íbú­ar lands­ins fái notið rétt­látr­ar málsmeðferðar fyr­ir dómi?“ spurði Helga Vala. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áslaug Arna sagði það því­líka þvælu að tala um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri af ásetn­ingi að standa í vegi fyr­ir góðri fram­kvæmd dóm­stól­anna. Þá sagði hún það erfitt að halda því fram með ein­hverj­um hætti að dóm­ur­inn væri óstarf­hæf­ur. Fimmtán væri ein­ung­is tala sem miðað var við þegar Lands­rétt­ur var sett­ur á lagg­irn­ar fyr­ir um tveim­ur árum. „Þegar þessi lög­gjöf var ákveðin var 15 eng­in tala af dómur­um sem var rann­sökuð sér­stak­lega um að vera hin full­komna tala,“ svaraði Áslaug Arna. 

Helga Vala svaraði og sagði það enga þvælu að tala um að Lands­rétt­ur „sé halt­ur þegar það vant­ar alla þessa dóm­ara“. 

„Það verður að segj­ast eins og er að það hafa mjög marg­ir áhyggj­ur af ástandi, meðal ann­ars formaður dóm­stóla­sýsl­unn­ar,“ bætti hún við og sagði dóms­málaráðherra ekki meðvitaðan um al­var­leika máls­ins. 

Þá bað dóms­málaráðherra þing­mann­inn um að leggja sér ekki orð í munn að hann tali um þvælu þegar hún tali um mál­efni Lands­rétt­ar. „Ég sagði að það væri þvæla að hátt­virt­ur þingmaður héldi því fram að það væri ásetn­ing­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins að Lands­rétt­ur starfaði eðli­lega. Það er þvæl­an.“

Áslaug sagðist hafa rætt við Bene­dikt Boga­son, formann dóm­stóla­sýsl­unn­ar, um stöðu mála. „Það er verið að skoða mál­in, leggja mat á stöðuna, en það þarf að fara sér hægt áður en maður ger­ir stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar þegar mál­in ganga vel. Það eru til aðrir kost­ir, eins og að halda áfram að setja dóm­ara fyr­ir þá sem eru í leyfi.“



mbl.is