Þyrlan flutti tvo tönn af rusli

Alls flutti þyrla gæslunnar um tvö tonn af rusli úr …
Alls flutti þyrla gæslunnar um tvö tonn af rusli úr friðlandinu í Búðahrauni og úr Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í átta ferðum. Þjóðgarðurinn mun láta flytja ruslið í endurvinnslu í Ólafsvík. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti í gær um tvö tonn af rusli úr friðland­inu í Búðahrauni og úr Beru­vík í Þjóðgarðinum Snæ­fells­jökli frá strand­lengju og upp á veg. Alls flaug þyrl­an átta rusla­ferðir. 

Um er að ræða sam­an­safnað fjörurusl og mun þjóðgarður­inn láta flytja ruslið í end­ur­vinnslu í Ólafs­vík. Verk­efnið gekk vel að sögn þjóðgarðsvarðar, Jóns Björns­son­ar. 

Fram kem­ur á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar að frum­kvæði að hreins­un­inni kem­ur frá Sig­urði Vig­fús­syni sem býr á Bjarn­ar­fossi, skammt frá friðland­inu í Búðahrauni og fær­ir þjóðgarðsvörður hon­um bestu þakk­ir fyr­ir. 

Meg­in­kost­ur þess að nota þyrlu til sorp­hreins­un­ar við verk­efni eins og þessi er að um­rædd svæði eru erfið yf­ir­ferðar og víða óaðgengi­leg. 

Haft er eft­ir Jóni að áfram verður unnið að því að hreinsa rusl úr fjör­um þjóðgarðsins og ná­lægra friðlanda.

mbl.is